Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

„Ég hef oft valdið mér og öðrum vonbrigðum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Okkar eini sanni Magni Ásgeirsson er undir Stækkunargleri Mannlífs þessa vikuna.
Magna þarf ekki að kynna fyrir nokkrum manni, enda einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Rokkarinn, lagahöfundurinn, viðburðastjórinn og fjögurra barna faðirinn með meiru, hefur verið búsettur á Akureyri um árabil. En Magni er fæddur og uppalinn á Borgarfirði eystri og hefur verið einn af skipuleggjendum Bræðslunnar, tónlistarhátíðar sem haldin er á hans gömlu heimaslóðum og fór fyrst fram árið 2005.
Mannlíf komst að því að Magni er afar handlaginn, hann getur verið eigingjarn, en segir það mikilvægasta í lífinu að hugsa um eitthvað annað en sjálfan sig.

Fjölskylduhagir? Gríðarlega hamingjusamlega giftur Eyrúnu Huld í 11 ár – Við eigum fjóra stráka – Marinó Bjarna, Egil Ásberg, Kára Sæberg og Hrafn Eyberg.

Menntun/atvinna? Sorglega lítil – Ég er búinn að vinna sem tónlistarmaður í breiðasta skilningi þess orðs síðustu 15 ár. Á og rek tónlistarskóla, er viðburðastjóri og skipuleggjandi tónleika, spila í nokkrum böndum og sem og gef út tónlist.

Uppáhaldssjónvarpsefni? Það er eiginlega allur fjandinn – mér finnst fátt betra að horfa á en góða heimildaþætti um tónlist og dægursögu, síðan eru það Vikings, Breaking Bad, bara eitthvað sem nær mér á hverjum tíma. Síðan reynum við hjónin að finna góðar seríur til að horfa á saman.

Leikari? Ólafur Darri.

- Auglýsing -

Rithöfundur? Gerður Kristný.

Bók eða bíó? Ég er bíókall – finnst ofsalega gaman að sjá helst einhverja marvel-vitleysu í bíó.

Besti matur? Eitthvað sem við eldum saman og njótum með fjölskyldu og vinum – getur verið svo margt.

- Auglýsing -

Kók eða pepsí? Kristall – hætti hinu fyrir löngu eftir allt of mikla neyslu!

Fallegasti staðurinn? Borgarfjörður eystri er í fyrstu fimm sætunum.

Hvað er skemmtilegt? Að eiga þessa fjölskyldu og vini – það er ekki sjálfgefið að finna þannig hamingju.

Hvað er leiðinlegt? Að eiga ekki alltaf orku í að sinna öllum litlu hlutunum sem gefa lífinu gildi.

Hvaða flokkur? Held að ég sé í O blóðflokki 😉

Hvaða skemmtistaður? Græni hatturinn!

Kostir? Er vel giftur! Held lagi ágætlega, er hávaxinn þannig að ég næ í efri skápana, er þrifinn, hef ágætis jafnaðargeð, er býsna handlaginn …

Lestir? Get verið hundleiðinlegur ef ég verð svangur, get verið mjög gleyminn, get verið eigingjarn.

Hver er fyndinn? Augljósa svarið er sennilega Ari eða Laddi, en það rétta er fólk sem hefur húmor fyrir sjálfu sér og tekur lífið ekki of alvarlega.

Hver er leiðinlegur? Sá sem hefur áhyggjur af hlutum sem skipta engu máli í stóra samhenginu og sér bara það sem er beint fyrir framan nefið á honum.

Trúir þú á drauga? Ekki endilega drauga en það er eitthvað þarna.

Stærsta augnablikið? Þegar Marinó fæddist og ég varð pabbi!

Mestu vonbrigðin? Ég hef oft valdið mér og öðrum vonbrigðum – það er samt ekkert alltaf neikvætt, því þannig lærir maður hægt og bítandi að verða almennilegur!

Hver er draumurinn? Hann er eiginlega að rætast á hverjum degi sem ég vakna með fjölskyldunni – trikkið er að fatta það og lifa drauminn – ekki alltaf vera að eltast við hann.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Að fá að spila með Stuðmönnum fer frekar ofarlega á þann lista!

Ertu búinn að ná öllum þínum markmiðum? Auðvitað ekki!

Vandræðalegasta augnablikið? Þau eru alltof mörg til þess að ég fari að tína eitthvað til …

Sorglegasta stundin? Þegar mamma dó.

Mesta gleðin? Endalaus atriði sem tengjast fjölskyldu minni – það er líka ótrúleg gleði sem fylgir því að standa á sviði stundum.

Mikilvægast í lífinu? Að hugsa um eitthvað annað en sjálfan sig …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -