Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Einar stofnaði Vesen og vergang: „Þetta var bara eigingirni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einar Skúlason stofnaði einn þekktasta gönguklúbb Íslands, Vesen og vergangur. Í viðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs greinir hann frá ástæðu stofnunar hans og göngu sína um gamlar póstleiðir á Austfjörðum:

Ekkert nema eigingirni

Einar stofnaði Vesen og vergang fyrir 12 árum.

„Ég var svo þreyttur á að eltast við vini og kunningja til að fara einhverjar leiðir og ákvað að stofna gönguhóp til að geta leigt rútu til þess að geta farið þjóðleiðirnar og hafa ekki áhyggjur af bílaveseni. Ef það er hópur þá er hægt að deila kostnaði við að leigja rútur. Það var upphaflega hugmyndin. Þess vegna stofnaði ég þetta; til að auðvelda sjálfum mér að fara gömlu leiðirnar. Þetta var bara eigingirni,“ segir Einar og hlær.

Þetta var eigingirni sem vatt upp á sig en þúsundir hafa gengið með Veseni og vergangi í þessi 12 ár.

„Ég hugsaði með mér að það hlytu að vera fleiri en ég sem hefðu áhuga á að ganga frá a til b.“

- Auglýsing -

Hann nefnir bæði hreyfinguna og félagsskapinn þegar kemur að svona gönguhóp; líkamlega og andlega þáttinn. „Það er gott að fá útrás fyrir hvoru tveggja.“

Einar á Sveinstindi við Langasjó haustið 2022.

Vesen og vergangur starfrækir nokkra lokaða hópa í mismunandi erfiðleikastigum á haustin, veturna og vorin, og er um að ræða vikulegar göngur, en á sumrin er lögð áhersla á lengri og jafnvel nokkurra daga ferðir. Þá býður Vesen og vergangur í samvinnu við Bændaferðir upp á ferðir til útlanda, bæði göngu- og skíðaferðir.

Það eru því æ fleiri sem njóta góðs af eigingirni Einars Skúlasonar. „Já, ég hugsa að það séu um 450 viðburðir á ári hjá Veseni ef maður tekur með göngurnar í lokuðu hópunum; jafnvel um 500.“

- Auglýsing -

Svo stofnaði Einar gönguforritið wapp.is á sínum tíma þar sem finna má margar áhugaverðar gönguleiðir og fylgir með saga og náttúrulýsingar hvers staðar.

Viðtalið við Einar Skúlason má lesa í heild sinni á blaðsíðu 36 í nýjasta tölublaði Mannlífs:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -