Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Eiríkur gengið í gegnum helvíti og misst tvö börn sín: „Það hjálpar langbest að gráta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eiríkur Sigurbjörnsson, stofnandi og sjónvarpsstjóri kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar Omega, hefur gengið í gegnum helvíti. Hann hefur misst tvö börn; elsta barn hans dó vöggudauða og í vor lést yngsta barn hans, sonurinn Daníel, sem var þrítugur. Grunur er uppi um að hann hafi látist vegna saknæms athæfis. Eiríkur segir að hann myndi fyrirgefa banamanni sonar síns ef sá myndi iðrast, ganga á Guðs vegi, játa og biðja um fyrirgefningu.

„Það sem hjálpar manni líklega langbest er að gráta. Gráta og gráta. Ég græt með einhverra daga millibili kannski í einn til tvo tíma stanslaust. Það er svo hræðilega sárt að missa Daníel. Allar minningarnar. Rifja upp þegar hann var nýfermdur, glaður á skellinöðrunni og að prjóna, lífið blasti við og hvað hann hafði brennandi áhuga á að vera í viðskiptum. Hann var mjög klár í öllum viðskiptum og hann hefði plumað sig vel og stóð sig alltaf vel í öllu og var alveg feikilega duglegur. Hann var eftirsóttur í vinnu því hann var það röskur og duglegur,“ segir Eiríkur Sigurbjörnsson, stofnandi og sjónvarpsstjóri kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar Omega, í viðtali við Mannlífið með Reyni Traustasyni, en yngsta barn Eiríks, Daníel, lést í vor. Hann fannst að morgni föstudagsins langa liggjandi í blóði sínu á bílastæði og leikur grunur á að dauða hans hafi borið að með saknæmum hætti.

Lestu magnað helgarviðtal við Eirík í brakandi fersku helgarblaði Mannlífs hér. Þú getur einnig flett blaðinu hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -