Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Fékk í magann á leiksýningu, prumpaði og kom ekki upp orði á eftir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn Sigsteinn Sigurbergsson, eða Steini eins og hann er oftast kallaður, er undir Stækkunargleri Mannlífs þessa vikuna.
Steini er einn af stofnendum Leikhópsins Lottu, en hópurinn hefur túrað um landið á sumrin frá árinu 2007 og útsett verk á borð við Dýrin í Hálsaskógi, Rauðhettu, Gosa og Gilitrutt og notið mikilla vinsælda.
Steini er þekktur fyrir skopskyn sitt, en hann er mikill húmoristi og tekur sjálfan sig ekki of alvarlega og óhætt að segja að gleði hans smiti út frá sér.
Mannlíf komst að því að Steini er algjör „zombie-nörd“, eins og hann orðar það sjálfur, hann er með of mikið ADHD til að geta lesið bækur og hann elskar að vaska upp.

Fjölskylduhagir? Bý einn og er barnlaus, en er búin að eigna mér hlut í öllum börnum systra minna og vina.

Menntun/atvinna? Leikari og vinn líka við að aðstoða sex vini mína við að takast á við athafnir daglegs lífs.

Uppáhaldssjónvarpsefni? Númer 1, 2 og 3 Walking Dead. Ég er algjör „zombie-nörd“ og læt enga „uppvakninga“ framhjá mér fara.
Game of Thrones er besta sjónvarpsefni sem búið hefur verið til.
Annars er það líka Survivor, Handmaid’s Tale og svo mæli ég með „What We Do in the Shadows“, þeir eru sjúklega fyndnir (svo er Dr. Phil svona „guilty pleasure“).

Leikari? Ég verð að fá að nefna nokkra …
Íslenskir: Anna Svava, Júlía Hannam, Huld Óskarsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Jóhannes Haukur og Þorsteinn Bachmann.
Erlendir: Það breytist bara á klukkutíma fresti …

- Auglýsing -

Rithöfundur? Uppáhaldsrithöfundur minn er leikskáld og heitir Anna Bergljót Thorarensen.

Bók eða bíó? Bíó, er með of mikið ADHD til að lesa bækur.

Besti matur? Grillaðar lambakótelettur (verða að vera kryddaðar með Aromat).

- Auglýsing -

Kók eða pepsí? Pepsi Max er mitt eiturlyf.

Fallegasti staðurinn? Eftir að hafa ferðast með leikhópnum Lottu um Ísland í 15 ár er þetta ekki spurning, Ísland í held sinni! Shitturinn titturinn hvað við búum á fallegu Landi.

Hvað er skemmtilegt? Að borða góðan mat, spila og ferðast um landið og heiminn með góðu fólki (svo finnst mér líka gaman að vaska upp og á þess vegna ekki uppþvottavél).

Hvað er leiðinlegt? Að borða góðan mat, spila og ferðast um landið og heiminn með leiðinlegu fólki. Og hlusta á golfvini mína tala um hvað hefði verið hægt að gera betur á holu 8.

Hvaða flokkur? Vinstri græn eins og er.

Hvaða skemmtistaður? Gott partí í heimahúsi eða sumarbústað er minn tebolli.

Kostir? Ég er vinur vina minna.

Lestir? Ég er viðkvæmt blóm, þótt ég eigi erfitt með að viðurkenna það.

Hver er fyndinn? Ricky Gervais er fyndnasti maður allra tíma. En þar á eftir koma Sigga Dís og Thelma, vinkonur mínar.

Hver er leiðinlegur?Bezzerwizzer“-týpan sem verður að hafa rétt fyrir sér sama hvað.

Trúir þú á drauga? Nei, og trúi ekki á neitt yfirnáttúrulegt. Mér snýst kannski hugur ef það koma fréttir eins „fjórir draugar valda miklum usla í Smáralind“ eða „fjórir slösuðust alvarlega í andaglasi í Hafnarfirði“ eða „miðill – spákona/maður vann tvisvar sinnum í röð í lottó“.
Aldrei að segja aldrei. 😊

Stærsta augnablikið? Þegar ég hoppaði einn úr flugvél í fallhlíf og svo vann ég náttúrlega nokkrar milljónir í sundkeppni sem ég tók þátt í þegar ég var sæðisfruma.

Mestu vonbrigðin? Að Hitler hafi ekki fengið inngöngu í myndlistaskólann á sínum tíma. Það hefði verið voða gott fyrir mjög marga hefði hann bara fengið inngöngu og einbeint sér að því.

Hver er draumurinn? Góð heilsa og að vinna í Eurojackpot.
Ég var einu sinni að vinna í afgreiðslu á bensínstöð og það kom maður inn og spurði mig: „Áttu Draum?“ Og ég svaraði:„Já, mig langar svo að verða slökkviliðsmaður.“ Hann horfði furðulega á mig og sagði svo: „Ég ætla bara borga bensínið á dælu 5 og fá einn grænan Ópal.“ 

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Fékk Covid og slapp bara mjög vel frá því.

Ertu búinn að ná öllum þínum markmiðum? Þá væri lífið nú tómlegt held ég …

Manstu eftir einhverjum brandara? Veistu hvað þreyttasta kona Rússlands heitir?
Olga Barasofa.

Vandræðalegasta augnablikið? Þegar ég fékk í magann á einni leiksýningu, prumpaði og … ég get ekki sagt meira. En það sem var enn vandræðalegra var að það vara bar liðin ein mínúta af sýningunni og hún var klukkutími.

Sorglegasta stundin? Fyrir utan þegar elsku pabbi minn dó, þá er það þegar Ísland er að reyna að komast eitthvað áfram í hand- eða fótbolta og tekst það ekki (sem er ansi oft). Ég á nefnilega svona Áfram Ísland-kassa sem er með öllu; fánum, flöggum, borðum, búningum, málningardóti og fleira en get bara haft það svo sjaldan uppi.

Mesta gleðin? Þegar ég gat loksins keypt mér íbúð.

Mikilvægast í lífinu? Að átta sig á því að maður getur valið að hafa gaman af lífinu – og velja það. 😊 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -