Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Fjallað um hönnun Arnars Más á vef Vogue

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýrri grein á vef bandaríska Vogue er að finna viðtal við íslenska fatahönnuðinn Arnar Má Jónsson.

Arnar Már og samstarfsfélagi hans, listræni stjórnandinn Luke Stevens, segja frá þeirra nýjustu fatalínu í umfjöllun Vogue. Sú lína einkennist af flíkum sem er hægt að breyta eftir þörfum og aðlaga aðstæðum. Arnar segir línuna hafa verið nokkuð langan tíma í bígerð þar sem það var tímafrekt að þróa og fullkomna ýmis tæknileg atriði.

„Við þurfum að vera viðstaddir í verksmiðjunni fyrstu mánuðina til að sýna þeim hvernig átti að framkvæma hlutina,“ segir Arnar í samtali við Vogue.

Arnar og Luke greina frá því í viðtalinu við blaðamann Vogue að þeir fylgi ekki hefðbundnum reglum hvað fatahönnun og framleiðslu varðar, að þeir séu óhræddir við að fara öðruvísi leiðir.

Myndir af nýjustu línu Arnars birtust á Vogue.com.

Flíkurnar eru hannaðar þannig að það er auðvelt að breyta þeim eftir aðstæðum og taka flíkina niður í smærri einingar. Mikil áhersla er lögð á notagildi og tilgang, engu er ofaukið. Arnar segir einnig að áhersla hafi verið lögð á að flíkurnar séu endingargóðar og þannig séu þær hagkvæm fjárfesting fyrir neytendur.

Línan sem um ræðir verður brátt fáanleg á MatchesFashion.com.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -