„Í 23 ár hef ég saknað litlu hlutanna; koma við flík í búð, fá mér að borða, snerta. Þetta daglega stöff. Svo kom strax þessi frábæra tilfinning að vera heill. Þegar maður er búinn að líta út eins og kókflaska í rúma tvo áratugi er ólýsanlegt að líta út heill, eins og manneskja. Og nota ermar. Í hvert skipti sem ég keypti peysu hafði ég aldrei neitt við ermarnar að gera.“
Svo segir Guðmundur Felix Grétarsson sem fyrstur manna í heiminum fékk græddar á sig nýjar hendur eftir að hafa misst báðar í hörmulegu slysi árið 1998.
Á þessum tíma var Guðmundur Felix rafveituvirki hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Röð af atvikum og misskilningi varð til þess að hann fór upp í ranga línu og brenndust af honum hendurnar þegar hann fékk í sig ellefu þúsund volt.
Ítarlegt kvöldviðtal Mannlífs við Guðmund Felix má sjá hér.