Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Helgi Seljan harðorður í forsíðuviðtali Mannlífs: „RÚV ákvað að afhenda Samherja þættina okkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„RÚV ákvað að taka þessum árásum eins og þær væru hvert annað erindi sem bærist stofnuninni, sem þær voru auðvitað ekki. Þetta voru skipulagðar árásir, eins og kom seinna í ljós. Það er fullkomlega galið hvernig að þessu var staðið; að dreifa greinum og það voru allir sótraftar landsins dregnir á flot og skrifaðar greinar og birtar í blöðunum með einhverjum skít. Svo kom í ljós seinna, að á bak við þetta voru svo topparnir hjá Samherja,“ segir fjölmiðlamaðurinn Helgi Seljan í forsíðuviðtali við Mannlíf. Helgi er hættur hjá RÚV og orðin rannsóknaritstjóri Stundarinnar. Mannlíf er aðgengilegt á vefnum og fæst ókeypis í verslunum Bónuss, Hagkaupa og á bensínstöðvum N1.

Helgi rifjar upp harðar árásir Samherjamanna og óhróðursmyndbönd sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri fyrirtækisins, lét framleiða og dreifa. Helgi gagnrýnir að Samherji fékk afhent efni úr fréttaskýringaþættinum Kveik til að berja á fréttamönnum þáttarins .

„Svo er það að RÚV ákvað til dæmis að afhenda Samherja – eins og það væri verið að selja hvert annað efni – þættina okkar sem þeir gátu síðan notað án þess að það væru nokkur skilyrði fyrir þeirri notkun. Þetta var síðan klippt og birt einhvern veginn í einhverjum YouTube-myndböndum Samherja. Þeir keyptu þessa dreifingu og í sjálfu sér gæti mér ekki verið meira sama í hvað Samherji eyðir peningunum sínum, en það að RÚV hafi afhent þeim höfundarvarið efni okkar án nokkurra skilyrða til þess að nota myndir af okkur – það er kallað „stand up“ þar sem við stöndum í mynd – og leyfa þeim að klippa þetta og gera! Ég veit bara af samtölum mínum við kollega mína á hinum Norðurlöndunum og alls staðar að þetta væri hvergi gert af því að þetta er eins og hver önnur auglýsing.“

Helgi er spurður hvort þetta hljóti ekki að vera á ábyrgð útvarpsstjóra.

„Endanlega er það það. Þetta eru hlutir sem menn voru of lengi að átta sig á að næðu auðvitað ekki nokkurri átt.“

- Auglýsing -

Nýjasta eintak Mannlífs er að finna hér.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -