Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.9 C
Reykjavik

Inga Sæland hefur upplifað sára fátækt á eigin skinni: „Jólunum fylgdi alltaf hræðilegur kvíði“.

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

,,Þeir áttu það skilið,‘‘ segir Inga Sæland, aðspurð um þingmennina tvo sem hún rak eftir uppistandið sem varð á Klausturbar þar sem hún var ein þeirra sem fékk formælingar drukkinna þingmanna. Klaustursmálið fræga fór alls ekki vel í Ingu en voru þeir sem áttu í hlut reknir úr flokknum. Hún rak hálfan þingflokkinn. Enn þann dag í dag talar hún ekki við þingmennina sem áttu í hlut og segist hún ekkert hafa við þá að segja.

Inga Sæland settist niður og ræddi málin í Mannlífið með Reyni Traustasyni vikunni. Snert var á mörgum málum meðal annars fátækt sem Inga hefur upplifað á eigin skinni.
Aðspurð hvernig væri að standa í skotlínunni fyrir komandi kosningar segir Inga það vissulega öðruvísi.
,,Það er um leið gefandi‘‘ segir hún.
Inga kveðst ekki vera áhyggjufull yfir því fylgi sem mælist hefur í könnunum og segist alls ekki ergja sig.
,,Ef fólk telur að sé ekki þörf fyrir mig þá hef ég hugsanlega reiknað rangt‘‘ segir Inga og bætir við að þá væri fátæktin á Íslandi líklega ekki eins slæm og hún teldi.
,,Það væri náttulega bara yndislegt‘‘.

En hver er Inga Sæland:
„Inga Sæland er bara amma og mamma, fædd og uppalin á Tröllaskaga í fallegum fjallasal‘‘.
Inga kveðst vera baráttukona og yfirleitt bara syngjandi kát en hefur hún mikla unun af því að syngja.

Inga er spurð út í fjölskylduna og bernskuárin. Hún ólst upp við mikla fátækt. Fátækt sem hún þurfti svo að upplifa aftur síðar á lífsleiðinni en þá hafði hún sjálf eignast börn.
Hver er sárasta fátæktin sé sem hún hafi séð. Eftir dálitla umhugsun svarar Inga að það sé líklega hjá henni sjálfri.

„Ætli það sé ekki bara hjá sjálfri mér,‘‘ segir Inga sem ólst hún upp í 40-50 femetra íbúð. Sex manna fjölskylda bjó þar.
„Það var aldrei baðkar eða sturta,‘‘ segur hún og bætir við að börnin hafi baðað sig í bala. Sjaldnast hafi þau fengið leikföng eða neitt sem taldist óþarfi en á jólunum fengu þau sokka og slíkt í gjöf. Inga tekur þó fram að alltaf hafi þau fengið nóg að borða og aldrei var skortur á mat á litla heimilinu.

„Mamma var alltaf tilbúin með hafragraut á morgnanna. Svo fékk maður ostabrauð og lifrapylsu“.
Inga segir að hjól eða skautar hafi verið hlutir sem þau börnin hafi þurft að safna sér fyrir sjálf. Þá hafi hún passað börn fyrir smotterís pening eða farið út í búð fyrir ömmu og afa en hún hafi fljótt lært að bjarga sér sjálf.

- Auglýsing -

Eiginmaður með sixpack

Svo kynntist Inga manninum sínum, honum Óla Má sem hún er hæstánægð með.
,,Það er þarna ennþá sixpackið,‘‘ segir hún hlæjandi en er Óli sjómaður og mikill íþróttamaður. Þegar þau fluttu til Reykjavíkur árið 1994 lenti Óli í því óhappi að handleggsbrotna. Það áfall mótaði næstu ár í lífi þeirra hjóna. Á þessum tíma höfðu þau stofnað sína eigin fjölskyldu og bjuggu saman. Í kjölfar slyssins sem Óli varð fyrir þurfti fjölskyldan að ganga í gegnum gríðarlega erfiða tíma en Inga segist viss um að mörg mistök hafi verið gerð þegar Óli hennar handleggsbrotnaði og batinn hafi verið erfiður. Í heildina hafi batinn sem undir venjulegum kringumstæðum er nokkrar vikur tekið sex ár.
„Þá þurfti maður að horfa upp á það að geta ekki veitt börnunum sínum það sem almennt taldist eðlilegt,‘‘ segir Inga.
Þau gátu ekki borgað tómstundir og íþróttir fyrir börnin og maturinn var ekki alltaf upp á marga fiska.

„Við höfðum kjöt kannski einu sinni í viku.‘‘  Enda dýrt hráefni sem þau höfðu ekki efni á á þessum tíma.

„Það sem börnin okkar lærðu af þessum tíma er að þau eru öll rosalega nægjusöm og sátt í sér í rauninni“. Þá hafi börnin aldrei gert neinar kröfur til þeirra þrátt fyrir að þau hafi séð að aðstæðurnar væru öðruvísi hjá öðrum börnum.
„Þau voru bara yndisleg‘‘.

- Auglýsing -

Jólin erfið

Inga segir að jólin hafi verið sérstaklega erfiður tími en þrátt fyrir að fjölskyldan hafi alltaf verið saman yfir hátíðarnar, haft það notalegt, spilað og fleira eins og vaninn er á mörgum heimilum. „Jólunum fylgdi alltaf hræðilegur kvíði“.

Inga segir að þá hafi hana langað til þess að geta gert meira en það hafi einfaldlega ekki verið hægt vegna fátæktar.

Þá hafi áhyggjur af reikningum verið mjög miklar og þurftu þau oft að færa reikningana til næsta mánaðar til þess að geta borgað það allra nauðsynlegasta eins og hita og rafmagn.
,,Svo er það nátturlega alltaf stoltið,‘‘ segir Inga og bætir við að það hafi reynst henni erfitt að ætla að fara að betla pening af öðru fólki fyrir mat.

Inga segir að gríðarlega erfitt fyrir fólk að æta að bjarga sér þegar fátæktin er orðin mikil. Fólk grípur til örþrifaráða og notar kreditkort sem erfitt er að borga til baka. Tekur jafnvel smálán. Segist hún þekkja vel þá stöðu að borga upp kreditkortareikning um mánaðarmót og eiga aldrei neitt eftir.

Stofnaði flokk

Það var einn dag, þegar Inga sá skoðanakönnun þar sem kom fram að  9,1 prósent íslenskra barna liði mismikinn skort, að hún fékk nóg.
„Hingað og ekki lengra sagði ég‘‘. Hún tilkynnti manninum sínum að hún ætlaði að stofna stjórmálaflokk. Eiginmaður hennar, sem hún lýsir sem rólyndimanni, hafði ekki tekið þessum orðum neitt voðalega alvarlega og jánkaði því brosandi.

Inga fór í kjölfarið að vinna hörðum höndum að því að stofna flokk en á þessum tíma var hún í laganámi, á þriðja ári.
„Ég ætlaði ekkert að gera þetta,‘‘ segir hún en kveðst samt sem áður alltaf hafa ætlað að hjálpa þeim sem þurftu á því að halda, þeim sem minna mega sín.
Inga segir það athyglisvert að nú rétt fyrir kosningar virðist allir flokkar vera glaðvaknaðir þegar kemur að þeim málum sem hún hefur barist fyrir, fátæktinni.
„Allt sem við erum að glíma við núna eru bara mannanna verk‘‘.

Inga segir það hið besta mál að flokkar vilji taka þennan slag með henni en hún treysti þó í rauninni bara einum flokki til þess að taka þennan róður með sér.
,,Pírötum,‘‘ svarar hún ákveðin.

„Ég er fyrsti Íslandsmeistarinn í karíókí‘‘

Inga býr í Grafarholti og unir sér vel þar. Hún er mikil tónlistarkona og hefur unun að því að syngja sjálf.

„Ég var einfari og hallaði mér mikið að tónlistinni,‘‘ bætir hún við. Hæun hlær og rifjar upp gamla sigra á Ölveri.
„Ég er fyrsti íslandsmeistarinn í karíókí‘‘.
Það var ekki eina söngvakeppnin sem Inga tók þátt í. Vinir hennar skráðu hana í X factor sem hún segir hafa verið algjört ævintýri.
Tónlistarsmekkur Ingu er fjölbreyttur. Hún hlustar á allt frá Cranberries til Metallicu. Þá finnist henni klassísk tónlist alltaf ákaflega falleg.
Inga var í hljómsveit á sinni yngri árum á Tröllaskaga, meira að segja fleiri en einni segir hún. Þá hafi það þekkst vel að smábæir út á landi hafi átt sínar hljómsveitir til þess að spila við hin ýmsu tækifæri. Það hafi henni þótt afskaplega gaman og  heyra má í rödd Ingu að þetta hafi verið góðir tímar.
Inga er spurð hvort það sé ekki rétt að hún sé metnaðargjörn og jafnvel með svolítið stórt skap sem almenningur hafi séð í tengslum við Klaustursmálið fræga.
„Já, ég hugsa það sé þannig,‘‘ segir Inga Sæland.

Viðtalið sem Reynir Traustason tók við Ingu Sæland má finna í heild sinni á síðu Mannlífs en þar fjallar Inga um Flokk fólksins, fjölskylduna og baráttumál sín.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -