Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Jakob Birgisson – „yngsti eldri borgari landsins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Einn af fyndnustu mönnum Íslands, Jakob Birgisson, er undir Stækkunargleri Mannlífs í þetta skipti.
Jakob sló heldur betur í gegn er hann þreytti frumraun sína í uppistandi haustið 2018, með sýningunni Meistari Jakob. Leiðin hefur aðeins legið upp á við síðan hjá þessum unga manni, en hann var meðal annars einn af handritshöfundum áramótaskaupsins 2019.
Mannlíf komst að því að þessi dægrin dvelur Jakob á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni, hann er ekki mikið fyrir að fara í bíó og segist vera orðinn hálfónæmur fyrir vandræðalegum augnablikum.

Fjölskylduhagir? Ég bý með Sólveigu, unnustu minni, og saman eigum við Herdísi, eins árs.

Menntun/atvinna? Stúdentspróf frá MR, svo basla ég í Háskóla Íslands. Ég er uppistandari að atvinnu.

Uppáhaldssjónvarpsefni? Succession. Stórkostlegir þættir.

Leikari? Uppáhalds íslensku leikararnir mínir eru Helga Braga, Ingvar E. og Katla Margrét. Jonah Hill er í uppáhaldi utan landsteinanna.

- Auglýsing -

Rithöfundur? Allir eðlilegir menntaskólanemar heillast af Þórbergi, ef þeir hafa gæfu til að kynnast verkum hans. En ég er voðalega ómerkilegur lesandi: reyni að lesa slatta af því sem kemur út hver jól og blanda heimsbókmenntum inn í eftir atvikum. Hef nú orðið mest gaman af að lesa endurminningar.

Bók eða bíó? Ég hef aldrei verið spenntur fyrir bíói, þótt það geti verið skemmtilegt. Tek bókina fram yfir.

Besti matur? Segi eins og íslenskur, persónuleikalaus karlmaður: pítsa

- Auglýsing -

Kók eða pepsí? Hvorugt

Fallegasti staðurinn? Ísafjörður og Vestfirðir í heild. Mér finnst líka umhverfið í gamla Vesturbænum, þar sem ég bý, fallegt.

Hvað er skemmtilegt? Er að vinna í þessu með sálfræðingi. Reyna að heilaþvo mig svo mér finnist nánast allt skemmtilegt. Mér finnst flest fínt núorðið.

Hvað er leiðinlegt? Fólk sem mælir með sjónvarpsþáttum við mann.

Hvaða flokkur? Ég stend utan flokka, en hef gaman af mörgum pólitíkusum og reyni auðvitað að fylgjast með eftir bestu getu.

Hvaða skemmtistaður? Prikið í denn. Nú fer ég minna á skemmtistaði, finnst best að spjalla við vini í rólegheitum.

Kostir? Hugmyndaríkur.

Lestir? Hugmyndaríkur.

Hver er fyndinn? Inga Sæland.

Hver er leiðinlegur? Snorri Másson, fréttamaður Stöðvar 2.

Trúir þú á drauga? Nei.

Stærsta augnablikið? Fæðing frumburðarins.

Mestu vonbrigðin? Covid.

Hver er draumurinn? Draumurinn er móðukenndur. Halda áfram með lífið.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Árið er nú bara rétt að byrja. En ætli afrekið sé ekki að verða yngsti eldri borgari landsins, 23 ára gamall. Hef haldið mig á Tenerife það sem af er ári, í að verða þrjár vikur. Vinn héðan, fjargiggin eru jafnvel betri í sólinni. Annars hlakka ég til þess er þetta kemst í eðlilegri horfur aftur.

Ertu búinn að ná öllum þínum markmiðum? Fjarri lagi. Ég er samt ekki sérlega markmiðadrifinn, meira með óljósar hugmyndir. En það er nóg eftir, bæði í vinnu og persónulega lífinu.

Manstu eftir einhverjum brandara? Ég vinn við að segja þá, þótt ótrúlegt megi virðast. Svo svarið er já.

Vandræðalegasta augnablikið? Þau eru mörg, en sitja ekki mikið í mér. Orðinn hálfónæmur fyrir slíku.

Sorglegasta stundin? Ég veit það eiginlega ekki.

Mesta gleðin? Fæðing frumburðarins.

Mikilvægast í lífinu? Varla hægt að svara þessari spurningu skemmtilega. Fjölskylda og vinir. Og auðvitað heilsan. Reyna að vera almennilegur við fólk og gera eitthvað skemmtilegt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -