Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Jón Gunnarsson: „Ég skildi nú ekkert í því af hverju var verið að gera mig að dómsmálaráðherra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýjasta viðtali Mannlífsins ræðir Reynir Traustason við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra Íslands. Þar skrafa þeir meðal annars um feril Jóns og stöðu hans í pólitíkinni og Reynir bendir á að oft hafi gustað um hann. „Já, já. Það er nú ekkert sem ég er að sækjast sérstaklega eftir,“ svarar dómsmálaráðherra

Þú bognar ekkert undan þessu?

„Nei, nei, nei, ég er nú orðinn svo sjóaður. Ég er búinn að vera 16 ár á þingi. Það hafa nú alveg komið tímar á þeim ferli þar sem ég hef tekið eitthvað nærri mér sem sagt hefur verið. Mér hefur stundum fundist ómaklega að manni vegið. En svo þroskast þú í þessu sem og öðru og þjálfast. En pólitíkin getur á köflum verið óvægin og kannski meira núna í seinni tíð að þetta hreyfi við barnabörnunum mínum þegar að eitthvað mikið gengur á og skítkastið er sem mest,“ svarar Jón sponskur á svipinn.

Jón hefur á síðustu misserum setið undir harðri gagnrýni vegna nokkurra mála og spyr Reynir hann út í sölu flugvélar Landhelgisgæslunnar TF-SIF, en málið náði hámæli og að endingu var ákvörðun um söluna dregin til baka. Aðspurður hvort að málið hafi verið misök svarar Jón: 

„Nei, nei, nei, alls ekki.“ Áminntur að hann hafi bakkað með ákvörðunina útskýrir dómsmálaráðherra hugsi: „Já, það var pólitískt upphlaup út af þessu eins og oft verður í svona málum og tilfiningarnar bera menn ofurliði – vil ég segja. En ég setti mér þrjú markmið þegar ég kom í Dómsmálaráðuneytið. – En skildi nú ekkert af hverju var verið að gera mig að dómsmálaráðherra,“ 

Þáttastjórnandi skellir upp úr og Jón útskýrir að hann sé ólöglærður og aldrei verið í Allsherjar- og menntamálanefnd á þinginu og að reynsla hans hafi legið á öðrum sviðum. En að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi samt sem áður séð einhvern hag í reynslu og þekkingu Jóns á löggæslu, almannavarna og Landhelgisgæslunnar

- Auglýsing -

Markmiðin þrjú

Jón vindur sér aftur að markmiðunum sem hann hafði sett sér þegar hann tók við Dómsmálaráðuneytinu.

„Við skildum fara inn í þessar megin stofnanir ráðuneytisins og skoða hvað við gætum gert betur til þess að efla þjónustu við borgarana – í fyrsta lagi. Í öðru lagi að við værum að skoða útgjöldin og hvort við værum að nýta skattfé borgaranna  með sem skilvirkustum hætti. – Og í þriðja lagi að allar þær breytingar sem staðið væri fyrir myndi vera að við værum að efna þau fyrirheit sem gefin hafa verið um að fjölga opinberum störfum úti á landi,“ útskýrir Jón og segir þetta hafa verið leiðarljós hans í vinnu og verkum. Strax hafi verið stofnaður vinnuhópur í löggæslunni undur forrystu Vilhjálms Árnasonar alþingsmanns, þar sem farið var í allsherjar þarfagreiningu sem skilað hefur gríðarlegri styrkingu lögreglunnar. Það sama átti við um Landhelgisgæsluna. 

- Auglýsing -

„Það er auðvitað okkar skylda sem erum í framkvæmdavaldinu að fara sem best með fé skattborgaranna en á sama tíma kemur aldrei til greina […] að ég mun aldrei gefa afslátt af viðbragðs- og björgunargetu Landhelgisgæslunnar frekar en annarra björgunaraðila í landinu,“

Það varð nú mikið uppnám og meira að segja forstjóri Gæslunnar var ekki sáttur.

Jón situr hljóðan og svarar neitandi en bendir jafnframt: „Tillagan var nú samt frá honum komin.“ Óskað hafði verið eftir hugmyndum frá forstjóra sem væru hvað sársaukaminnstar til að ná saman rekstri stofnunarinnar svo hann stæðist fjárlögin og fjárheimilidir.

Hér má sjá viðtalið í heild sinni:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -