Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Kári myndar fyrir stóru tískutímaritin: „Ég hef fengið milljón nei en gafst aldrei upp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er auðvitað brjáluð samkeppni í þessum bransa. En númer eitt, tvo og þrjú er að hafa hugsjón, sjá hvert maður ætlar og hvernig maður hyggst komast þangað. Ég hef fengið milljón nei en gafst aldrei upp,“ segir Kári Sverriss, ljósmyndari sem hefur myndað fyrir heimsþekkt vörumerki og tískublöð á við Elle, Harper´s Baazar og Glamour.

Gerist ekki af sjálfu sér

Kári tók nokkur ár til að byggja sér upp möppu til að koma sér á framfæri við stóru nöfnin í bransanum. „Þetta er ótrúlega mikil vinna en ef maður hefur hugsjón og draum á maður að fylgja því eftir. Þetta gerist ekki af sjálfu sér”.

Kári segist hafa unnið nánast kauplaust fyrir stóru blöðin í upphafi en þá hafi fólk smám saman að taka eftir honum. „Það þarf ekki nema einn réttan aðila og þá er boltinn farinn að rúlla. Og það eru þessi stóru tímarit sem geta komið manni á framfæri í alvöru“.

Kári bjó í Þýskalandi í þrjú ár og hefur verið þar með annan fótinn auk þess sem að ferðast út um allan heim við myndatökur. Hann hefur meðal annars flakkað á milli London, Parísar, Mílanó, Cape Town og er nú nýkomin frá Barcelona þar sem hann dvaldi í mánuð að mynda fyrir Yamaha svo og snyrtivörurisann Eucerin. Meðal merkja höfuðstöðva Eurcerin eru Nivea, La Praire, Bobbi Brown og Labello, svo fátt eitt sé nefnt.

- Auglýsing -

Sígeyspandi með dívustæla

„Ég hef náð að skapa mér nafn í Þýskalandi og er með stóran og góðan hóp viðskiptavina þar. Þjóðverjarnir hugsa líka vel um mann, þeir borga vel og eru með flotta hönnuði og stílista sem ég kýs að vinna með. Það er líka mörg stórfyrirtæki með höfuðstöðvar í Þýskalandi og það er geggjað að fá að ferðast um heiminn fyrir þau.

- Auglýsing -

Aðspurður um hvort fyrirsætur eigi það til að sýna dívustæla segir Kári það koma fyrir en ekki oft. „Ég hef núna verið að vinna með fimm fyrirsætum í bók sem ég er að fara að gefa út og ein þeirra var með gríðarlega dívustæla, sígeyspandi og kvartandi yfir hvað allt væri erfitt. Hinar fjórar voru ekkert nema yndislegar. Ein þeirra, Meghan Collison, er kanadísk súperfyrirsæta sem hefur komið fram yfir 20 sinnum í Vouge og var hreint ótrúleg. Við vorum að mynda rétt fyrir ofan frostmark, í dúnúlpum með húfur á meðan hún lét mynda sig í þunnum kjólum og kvartaði aldrei nokkurn tíma“.

Fyrirsætur af öllum stærðum og gerðum

Kári segist sjá mikla breytingu á tegund fyrirsæta frá því hann hóf sin feril. „Allur bransinn er að breytast, sem er gott. Það er til dæmis ekkert lengur til sem heitir „plus size”. Ég var nýlega að mynda herferð sem heitir Generations, eða Kynslóðir, og myndaði mæðgur, vinkonur, ömmur með barnabörnin sín og bara alls konar fólk, á öllum aldri, stærðum og gerðum. Margar þeirra voru auðvitað stressaðar en þá er líka svo gott að hafa gott teymi með sér, til dæmis í hári og förðun því orkan á settinu skiptir svo miklu máli og maður þarf að vera svolítill sálfræðingur í sér til að allt gangi upp. En það var svo gaman að sjá hvað þær voru allar glaðar með útkomuna.

Kári er kominn á þann stað í ferli sínu að geta valið sér verkefni. „Ég er enginn diva en get leyft mér að velja þau verkefni sem ég kýs að taka. Ég er klofin persónuleiki, finnst til dæmis rosalega gaman af að mynda mat og auðvitað er dásamlega gaman að mynda fólk en ég er minna fyrir náttúrumyndatöku. Í enda dags gefur það mest að ganga ánægður frá verkefninu, að allir í teyminu séu ánægðir og útkoman eins og ég sá hana fyrir mér“.

Aldrei gefast upp

Næst á dagskrá hjá Kára er ljósmyndabók. Hann vill ekki gefa of mikið upp um efnið en þemað er seventís áratugurinn frá a til ö og er hann á kafi að vinna í henni þessa dagana. „Þar verður að finna fólk, eðlur, svín og hestar svo fátt eitt sé nefnt”.

Hefur Kári ráð til ungs fólks sem leggur hug á ljósmyndun? „Ég mæli alltaf með að fara í nám og er sjálfur að kenna í Ljósmyndaskólanum. Finnið út hvað ykkur finnst sjálfum flott hvort sem það er tíska, landslag eða matur. Æfið ykkur endalaust og aldrei gefast upp,“ segir Kári Sverriss.

Myndir Kára má meðal annars sjá hér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -