Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Katla Margrét flaug fram af sviði í slagsmálum við aðra leikkonu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan, handritshöfundurinn og grínistinn, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, er undir Stækkunargleri Mannlífs þessa vikuna.
Óhætt er að segja að Katla sé ein fyndnasta kona Íslands, en hún hefur meðal annars kitlað hláturtaugar landans í Stelpunum og Áramótaskaupinu og vakti ásamt hljómsveit sinni, Heimilistónum, mikla lukku í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2018, með laginu Kúst og fæjó.
Katla hefur einnig um nokkurra ára skeið verið einn af handritshöfundum Skaupsins og er engin breyting á því í ár og styttist nú óðum í að þjóðin fái að berja Áramótaskaup þessa árs augum og bíða eflaust margir með mikilli eftirvæntingu.
Mannlíf komst að því að Katla horfir mikið á norrænar glæpaseríur, en sjálf fór hún einmitt með hlutverk í einni slíkri; Ófærð, henni leiðist að sortera pappír og segist vera til vinstri.

Fjölskylduhagir? Er í sambúð og við eigum tvo syni.

Menntun/atvinna? Lærði leiklist og starfa við það fag.

Uppáhalds sjónvarpsefni? Núna horfi ég mikið á norrænar glæpaseríur.

Leikari? Svo margir góðir leikarar. Ég verð að segja pass.

- Auglýsing -

Rithöfundur? Sama svar.

Bók eða bíó? Finnst jafn gaman að lesa og að fara í bíó.

Besti matur? Það er svo breytilegt. Um daginn fékk ég pönnusteikta bleikju með smjörsteiktu grænmeti, döðlum og möndlum. Það er uppáhald núna.

- Auglýsing -

Kók eða Pepsí? Drekk hvorugt.

Fallegasti staðurinn? Úff, svo margir fallegir. Í dag ætla ég að nefna Seyðisfjörð.

Hvað er skemmtilegt? Hitta góða vini og vinna við skapandi starf.

Hvað er leiðinlegt? Sortera pappíra.

Hvaða flokkur? Alltaf til vinstri.

Hvaða skemmtistaður? Borgarleikhúsið.

Kostir? Félagslynd.

Lestir? Stundum fljótfær.

Hver er fyndinn? Jón Gnarr fær mig oft til að brosa.

Hver er leiðinlegur? Enginn í mínum vinahópi.

Trúir þú á drauga? Nei.

Stærsta augnablikið? Að fá börnin mín í fangið.

Mestu vonbrigðin? Á þau sennilega eftir.

Hver er draumurinn? Að lífið haldi áfram að vera svona gjöfult.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Frekar rólegt ár og lítið um afrek.

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Nei, alls ekki.

Manstu eftir einhverjum brandara? Man ekki eftir neinum sem þyrfti að komast á prent.

Vandræðalegasta augnablikið? Ég flaug einu sinni fram af sviði í slagsmálum við aðra leikkonu. Það dró aðeins úr dramanu við þau hvörf.

Sorglegasta stundin? Allt yfirstíganlegt hingað til.

Mesta gleðin? Það sem ég geri með strákunum mínum.

Mikilvægast í lífinu? Kærleikur og tengsl.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -