Sunnudagur 22. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Katrín Jakobsdóttir í Mannlífi: Vonar að Hvalárvirkjun verði ekki að veruleika

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hvalárvirkjun er gott dæmi um að rammaáætlun sem þingið samþykkir en snýst alltaf um samanburð á virkjanakostum. Síðan þegar virkjunin er útfærð er hún orðin miklu stærri en hún var þegar þingið skipaði henni í nýtingaflokk,“ segir Katrín Jakobsdóttir í viðtali við nýtt hlaðvarp, Mannlífið með Reyni Traustasyni. Katrín er jafnframt á forsíðu tímarits Mannlífs sem kemur út í fyrsta sinn eftir langt hlé.

Katrín ræðir um heima og geima og svara spurningum um stjórnamál og einkalíf. Henni er létt eftir að Hvalárvirkjun var slegin af.

„Fólk var ekki alveg sammála um þessa virkjun í hreyfingunni en ég vona að hún verði ekki að veruleika. Ég hef rosalega sterk tengsl við þetta svæði af því maðurinn minn er frá Svanshóli í Bjarnarfirði á Ströndum. Þessi virkjun hefði ekki orðið til góðs fyrir þetta einstaka svæði”. 

Innan VG eru skiptar skoðanir á fiskeldi í sjó. Þar er horft til mengunar og erfðablöndunar. Katrín segir að hreyfingin sem slík sé á ekki móti fiskeldi. 

„Við náðum því fram í stjórnarsáttmála að sett voru lög sem tryggja hvata til að færa fiskeldi upp á land. Þá er tryggt að fiskeldið sé byggt á eins góðum gögnum og hægt er og við viljum gæta ítrustu varúðar. Ég veit að þetta er umdeilt í okkar hreyfingu en um leið er um að ræða mikilvæga atvinnusköpun. Það er einkenni minnar hreyfingar að fólk er ófeimið við að takast á um hlutina”. 

Þú getur lesið viðtalið í heild sinni hér í brakandi fersku helgarblaði Mannlífs. Þú getur líka flett blaðinu eða hlaðið því niður hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -