Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Láta ekkert stoppa sig

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við ætlum að sigra heiminn, auðvitað. Okkur langar til að ferðast mikið meira næstu árin, erum alls ekki hætt og látum ekkert stoppa okkur,“ segir Hanna K. Jónsdóttir ferðalangur sem hefur síðastliðin fjögur ár ferðast mjög víða með kærasta sínum, Hilmari Thorarensen Péturssyni. Þau eru bæði heyrnarlaus og hafa lent í ýmsum ævintýrum á ferðalögum sínum.

Ferðalag heyrnarlausa parsins hófst árið 2016 og síðan þá hafa þau ferðast til Póllands, Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Svíþjóðar, Englands, Hollands, Taílands, Noregs, Ástralíu, Nýja-Sjálands, Indónesíu, Síngapore, Malasíu, Sri Lanka, Kambódíu, Katar, Malasísíu, Maldíveseyja og Víetnam. Þau skipuleggja öll sín ferðalög sjálf og ætla ekki að hætta fyrr en þau hafa sigrað heiminn.

Geta allt nema heyrt

„Okkur finnst best að skipuleggja allt sjálf. Við kaupum flugmiða, finnum gistingu og alls konar afþreyingu. Við látum heyrnarleysið alls ekki að stoppa okkur og látum drauma okkar rætast. Við getum gert hvað sem okkur langar til, nema heyrt, auðvitað,“ segir Hilmar.
Unga parið hefur kynnst fjölda fólks á ferðalögum sínum, bæði öðru heyrnarlausu fólki frá öðrum löndum og þau hafa einnig verið dugleg að tjá sig með bendingum við þá sem ekki kunna tákn með tali. „Við höfum hitt ótrúlega margt heyrnarlaust fólk frá mörgum löndum en táknmálið er alls ekki það sama alls staðar. Það hefur verið virkilega gaman og kynnast mismunandi menningu þess. Vel hefur gengið hjá okkur að tala saman á táknmáli en þetta hefur verið skrautlegra gagnvart þeim sem heyra,“ segir Hanna.

Lestu allt viðtalið í Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -