Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Lilja reyndi ítrekað sjálfsvíg en grætur nú Daníel: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Daníel byrjaði með félögum sínum í saklausu fikti á unglingsárunum. Hann breyttist rosalega á unglingsárunum. Það var mikil reiði og uppreisn. Hann kom sér stundum í vandræði í skólanum fyrir að svara fyrir sig; hann þoldi ekki óréttlæti. Hann var vinur vina sinna og gerði allt fyrir vini sina og kom sér líka í vandræði fyrir að hjálpa þeim” segir Guðný Sigríður Eiríksdóttir en bróðir hennar, Daníel Eiríksson, lést í síðastliðnum mánuði þegar ekið var á hann fyrir utan heimili kærustu hans, Lilju Bjargar Randversdóttur.

Lilja Björg kynntist Daníel á Vogi í fyrra eftir margra ára baráttu við lystarstol og fíknisjúkdóma sem höfðu orðið til þess að hún hafði reynt ítrekað að fremja sjálfsvíg.

„Ég var brotin á þessum tíma og náði mér ekki almennilega upp úr neyslunni. Ég gerði nokkrar tilraunir í viðbót til að drepa mig, ég fór nokkuð oft í innlagnir á geðdeild og fór í tíma hjá sálfræðingum og geðlæknum, ég fór í meðferðir og komst svo á göngudeild. Ég var inn og út. Þetta var mjög erfiður tími. Ég reyndi nokkrum sinnum að drepa mig á þessum tíma.

Þetta gekk ótrúlega vel hjá okkur. Loksins var ég ánægð. Ég hafði barist lengi við þunglyndi og átt erfitt líf en með Daníel var ég ánægð alla daga.“

Lilja grætur sálufélaga sinn.

„Ég hef kvatt fleiri en þetta er það erfiðasta sem ég hef gert – að kveðja Daníel. Þetta er hálfgert í „blörri“. Ég hélt ég gæti ekki sleppt hendinni á honum. Ég vildi ekki trúa þessu. Hann var svo fallegur og friðsæll; hann var náttúrlega mjög myndarlegur strákur. Þetta var mjög erfitt.“

- Auglýsing -

Guðný og Lilja eru í einlægu helgarviðtali Mannslífs þar sem þær ræða æskuárin, fíknina og sorgina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -