Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Linda P. lýsir skelfilegum tímum: „Menn bankandi upp á heima hjá mér frá morgni til kvölds“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var ofboðslega hrædd. Ég missti öryggi mitt. Ég er náttúrlega einstæð móðir. Menn bankandi upp á heima hjá mér næstum því frá morgni til kvölds með einhverjar kröfur og birtandi mér einhverja pappíra. Þetta var ofboðslega erfitt tímabil,“ segir Linda Pétursdóttir, stofnandii Baðhússins um þann tíma þegar fyrirtækið fór í þrot og hún var persónulega ábyrg fyrir hluta af skuldum þess. Stefnuvottar gerðu sér tíðförult til hennar á Álftanesið. „Stundum fannst mér eins og ég gæti ekki haldið áfram, en að sjálfsögðu gerði ég það. Ég er með dóttur mína og svo er ég „fighter“. Ég ætlaði ekkert að gefast upp. En þetta var dimmur dalur,“ segir Linda í forsíðuviðtali Mannlífs sem kom út í gær.

Hún vann gegn depurðinni með skipulögðum hætti.

„Ég ákvað að ég skyldi á hverjum einasta degi fara út í göngutúr með hundinn minn. Það var lágmarkið mitt. Ég kom Ísabellu í skólann, kom svo heim og svaf. Ég var þunglynd eftir þetta. Ég svaf til hádegis og kom mér svo alltaf út í göngutúr. Ég var bara algjörlega búin á því andlega og tilfinningalega og svo smám saman vann ég mig upp. Svo í dag, þegar ég lít til baka átta árum síðar, og lít í baksýnisspegilinn, þá get ég séð að þetta var dulin blessun. Svona átti þetta að fara. Veistu af hverju ég veit það? Af því að þetta fór svona. Eins og ég sagði, var þetta dimmur dalur og það var átakanlegt að missa allt veraldlegt. Einstæð móðir. Óöryggi. En ég náði mér upp úr því og gott betur og líf mitt hefur aldrei verið eins bjart og það er í dag.“

Hér má finna hlaðvarpsviðtal við Lindu og hér er vefblað Mannlífs.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -