Mánudagur 28. október, 2024
5.9 C
Reykjavik

Rakel segist oft vera of upptekin af því hvað öðrum finnst

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rakel Pálsdóttir söngkona með meiru, er undir Stækkunargleri Mannlífs þessa vikuna.
Margir muna eflaust eftir Rakel og hennar hugljúfu rödd síðan í Söngvakeppni Sjónvarpsins, íslensku undankeppninni fyrir Evróvisjón, en hún tók þátt árið 2017 og 2018.
Nú á dögunum gaf Rakel frá sér sitt fyrsta jólalag, en lagið ber nafnið Jólaveröld vaknar og má hlusta á það í spilaranum hér neðar á síðunni. Lagið er eftir Gunnar Inga Guðmundsson og textann samdi Nína Richter.
Mannlíf komst að því að Rakel er menntaður þroskaþjálfi, henni leiðast geltandi hundar og hana dreymir um að eignast sumarhús á Spáni.

Fjölskylduhagir? Í sambúð með þrjú börn.

Menntun/atvinna? Starfa sem þroskaþjálfi í sérdeild í grunnskóla.

Uppáhalds sjónvarpsefni? Bachelorette og heimildarþættir.

Leikari? Julie Walters og Whoopi Goldberg.

- Auglýsing -

Rithöfundur? Enginn sérstakur.

Bók eða bíó? Bíó.

Besti matur? Pasta með rjómaostasósu.

- Auglýsing -

Kók eða Pepsí? Bæði.

Fallegasti staðurinn? Stykkishólmur og Hawaii.

Hvað er skemmtilegt? Að vera í vinnunni, að ferðast og að syngja.

Hvað er leiðinlegt? Ókurteist fólk.

Hvaða flokkur? Stjórnmálaflokkur? Pass.

Hvaða skemmtistaður? Enginn sérstakur. Djamma mjöööög lítið. Bara einhver staður með góðri tónlist.

Kostir? Jákvæð, stundvís, skipulögð, hæfileikarík og skemmtileg (fékk aðstoð vinnufélaga).

Lestir? Óþolinmóð, oft upptekin af því hvað öðrum finnst og fljótfær.

Hver er fyndinn? Pabbi minn, alltaf.

Hver er leiðinlegur? Geltandi hundur.

Trúir þú á drauga? Nei.

Stærsta augnablikið? Fæðing dætra minna.

Mestu vonbrigðin? Covid.

Hver er draumurinn? Að eiga sumarhús á Spáni.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Að mæta loksins á æfingu aftur í Metabolic.

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Nei alls ekki. Svo ef maður nær einhverjum markmiðum, þá setur maður sér ný.

Manstu eftir einhverjum brandara? Nei ég er alveg glötuð að muna svona brandara.

Vandræðalegasta augnablikið? Æj það er svona atvik þar sem ég hélt, að maður sem ég þekki ekki mikið, en ætlaði að heilsa, ætlaði að knúsa mig og ég opna armana og knúsa hann en þá var hann bara að rétta út hendurnar til að laga ermina eða klæða sig í jakka. Já svona vandræðalegt knús sem átti ekki að verða knús.

Sorglegasta stundin? Allt sem er sorglegt eins og andlát nákominna.

Mesta gleðin? Allir sigrar sem börnin mín vinna.

Mikilvægast í lífinu? Að verja tíma með fjölskyldu, hlúa að andlegri og líkamlegri heilsu og njóta hverrar stundar.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -