Fimmtudagur 16. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

Sævar Þór átti erfiða æsku: „Ég hef þurft að syrgja fjölskyldu mína“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það þarf að tækla fjölskyldurnar, aðstandendur er hluti af áfallinu og þeir eiga oft erfitt með að vinna úr því. Þetta getur orðið tabú og ég fékk oft að heyra af hverju ég væri að rifja upp hlutina eftir öll þessi ár. Þetta  snýst allt um að opna umræðuna og segja hlutina eins og þeir eru, sama hvort liðin eru tíu og fjörutíu ár. Það er mikilvægt að opna sig og geta talað opinskátt um hlutina til að takast á við áföll,“ segir Sævar Þór Jónsson lögfræðingur um þroskasögu sína, Barnið í garðinu, sem hann skráði ásam eiginmanni sínum, Lárusi Sigurði Lárussyni.

„Ég var viðbúinn viðbrögðum innan fjölskyldunnar og er þeim auðvitað sorgmæddur. Ég hef þurft að syrgja fjölskyldu mína og það er erfitt. Það er aftur á móti eðlilegt þegar maður segir svona sögu. Ég elska fólkið mitt en ég hef líka rétt á því að segja mína sögu eins og ég upplifði hana. Þau hafa einnig sinn rétt á að hafa aðrar skoðanir. Við höfum öll okkar tilgang og verkefni í lífinu og ég þarf að hugsa um mitt nærumhverfi og bera ábyrgð á eigin lífi.“

Í kvöldviðtali Mannlífs ræðir Sævar um hvernig honum tókst, með hjálp ástarinnar, að vinna úr áföllum æsku sem litur var af ofneyslu áfengis, vanrækslu og kynferniðismisnotkun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -