Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Thelma sakar tvo landsþekkta menn um kynferðisofbeldi: „Röddin hans var inni í íbúðinni minni“

„Þessir einstaklingar njóta mikils traust innan samfélagsins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við erum oft ósjálfrátt búin að mynda okkur skoðun á þjóðþekktum einstaklingum, þegar það koma upp mál líkt og kynferðisbrotamál þá er oft erfitt fyrir fólk að kyngja því að það hafi átt sér stað,“ segir Thelma Dögg Guðmundsen, áhrifavaldur og förðunarfræðingur.

Thelma sakar þjóðþekktan íþróttafréttamann um nauðgun og yfirmann vefmiðils um kynferðislegt áreiti á vinnustað. Thelma birti nýverið frásögn á Instagram-síðu sinni og sagði þar frá kynferðisofbeldi sem hún hefur orðið fyrir, en þar segir hún um tvö atvik vera að ræða. Báðir gerendur eru landsfólki vel kunnugt að sögn Thelmu en hún nafngreinir hvorugan.

Í viðtali við Mannlíf segir Thelma að ástæða þess sé til að fólk geti lesið á milli línanna í þeim málum. Þá fullyrðir hún að báðir einstaklingar hafi reynst
stikkfrí og samþykktir innan þjóðfélagsins. „Þessu viðhorfi þurfum við að breyta því það er engin viss uppskrift hvernig ofbeldismaður er,“ segir hún. „Við erum aldrei búin með umræður um kynferðisbrot og það er aldrei of oft rætt þá hluti.“

„Hann myndi sjá til þess, hann hótaði mér því“

Frásögn Thelmu vakti mikla athygli á Instagram-síðu hennar og víðar, en birting hennar kemur í kjölfarið á magnandi umræðu um kynferðisbrot einstaklinga sem eru þjóðþekktir. Kveðst Thelma vera orðin þreytt á þeirri þöggun sem ríkir innan samfélagsins hvað kynferðisofbeldi gagnvart konum varðar. Segir hún það vera óásættanlegt að þekkt fólk sem beitir ofbeldi komist upp með hluti slíkt og spila eftir eigin reglum.

„Það að vera þjóðþekktur einstaklingur og vera með viss völd, yfir stúlkum til dæmis, er ógeðslegt og við verðum að sýna fram á það að svona kúgun og valdagræðgi á ekki að viðgangast. Því það er raunin, það er það sem er að gerast í þjóðfélaginu þrátt fyrir að við sjáum það ekki alltaf.

Ég er orðin svo
ofboðslega þreytt á því að sé búið að setja upp stereótýpu á því
hvernig nauðgari er“.

- Auglýsing -

Margir hverjir hafa fagnað frásögn Thelmu á Instagram, hrósað og segir hún að margir fylgjendur hennar hafa sagt henni frá sinni eigin reynslu þar sem valdamiklir og frægir einstaklingar hafa komist upp með að beita þeim einstaklingum kynferðisofbeldi. „Ég áttaði mig ekki á því fyrr en mikið seinna hvað þetta hafði rosaleg áhrif á mig, og hvað þetta hafði mjög lengi áhrif á mig,“ segir Thelma.

„Ég lenti í tvisvar í kynferðisofbeldi, annars vegar nauðgun og síðan
kynferðislegu áreiti á vinnustað. Mér var talin trú um að ég gæti
aldrei sagt neinum frá, né tilkynnt það, að ég yrði aldrei neitt ef ég myndi láta vita af því sem gerðist. Hann myndi sjá til þess, hann hótaði mér því“.

„En hann er mjög flottur gaur“

Thelma rifjar upp fyrra atvikið og segir að viðkomandi gerandi sé
sjónvarps- og íþróttafréttamaður. „Á þessum tíma sá ég ekki fram á að
ég gæti á einhvern hátt tjáð mig um þetta, að mínar sakargiftir yrðu gagnrýndar og þaggaðar niður ef svo yrði. Ég var ekki með þessa háu rödd sem ég er með í dag. Mér fannst ég ekki eiga neinn séns, engan séns á móti honum,“ segir hún og tekur fram að víða hafi heyrst gegnum tengslanet að fólk hafi komið manninum til varnar.

- Auglýsing -

„Ég heyrði fólk segja oft: „Þessi gaur?“. En hann er mjög flottur gaur, hann lítur nú ágætlega út, kemur vel fram og er í góðu starfi. Það er nákvæmlega þetta, það er búið að setja stimpilinn að nauðgarar geti ekki verið þannig,“
segir Thelma.

„Þegar ég lít til baka þá var ég svo ótrúlega lítil fannst mér og hélt að ég ætti aldrei séns í að fara á móti geranda mínum sem hefði tengsl og væri í vinnu hjá Ríkisútvarpinu. Það var aldrei séns fyrir mig að segja að þarna væri vondur maður. Hann tikkar í öll boxin út á við að vera frábær gaur, það trúði enginn þessu upp á hann.“

Thelma segir umræddan einstakling aldrei hafa horfið eftir að ofbeldið átti sér stað, var það sökum frægðarinnar.

„Hann var enn heima hjá mér eftir að hafa brotið á mér, í stofunni minni þegar fréttirnar voru sýndar.
Hann birtist í sjónvarpinu mínu án þess að ég hafði val um það. Hann var í sjónvarpinu mínu. Röddin hans var inni í íbúðinni minni.

Hann lýsti leikjum þegar landsliðið í fótbólta fór á stórmót. Á meðan nánast öll þjóðin horfði á leikina þá gat ég ekki ímyndað mér að hlusta á manninn sem nauðgaði mér lýsa leikjum í 90 mínútur“.

Þrátt fyrir að tíminn hafi læknað ýmis sár segir Thelma að svona minningar hverfa aldrei.
„Maður lærir síðan að lifa með þessu. Í dag er þetta mun minni trigger en þetta var, en auðvitað hefur þetta alltaf áhrif á mann.

Ég myndi samt vilja geta stjórnað því sjálf að það þessi einstaklingur birtist svona inn á mínu heimili, þó það sé í stafærnu formi. Það er málið með þjóðþekkta Íslendinga, þeir eru alltaf sjáanlegir. Það er mikill trigger fyrir mann að sjá ofbeldismanninn í sjónvarpi eða á áberandi stöðum eins og á netinu aftur og aftur. Það á við um báða mína ofbeldismenn.“

„Ég passa upp á þig”

Þegar seinna atvikið átti sér stað starfaði Thelma hjá vefmiðli. Segir hún að mörg merkin um þáverandi yfirmann og eiganda miðilsins fóru að verða grunsamleg.

„Hann tók mig á einstaklingsfundi og var oft telja mér trú um það að mínir
yfirmenn, sem voru hans undirmenn, voru ekki sáttir með mína vinnu, en hann myndi passa upp á mig. Þetta er ekkert mál, Thelma. „Ég passa upp á þig“. Þetta heyrði ég oft frá honum.”

Að hennar sögn fór þá yfirmaður hennar og eigandi vefmiðilsins að senda ítrekaða tölvupósta, yfirleitt seint að kvöldi til, sem Thelmu þótti óviðeigandi. Þá undirstrikar hún að þetta hafi leitt til kvíða á vinnustaðnum. „Hann var alltaf smám saman að gera lítið úr mér og gerði mig meira óörugga í starfi með sinni framkomu gagnvart mér. Síðan kemur að starfsmannahittingi og við erum heima hjá einni sem vann á sama vefmiðli. Maðurinn króar mig af og þar byrjar þetta kynferðislega áreiti,“ segir hún og lýsir einstaklingnum:

„Hann hefur verið í pólitík, með mikil völd. Hann stjórnaði því hvort ég fengi launin mín greidd eða ekki. Hann vissi nákvæmlega hvar hann taldi sig hafa mig. Þetta átti sér stað í 45 mínútur og ég var alveg frosin. Hann sagði orðrétt að ef ég myndi ekki ríða honum, þá ætlaði hann ekki að
passa lengur upp á mig. Það er ekkert annað en bein hótun og auðvitað ólöglegt og óðgeðslegt, hann sagði líka að hann myndi sjá til þess að ef ég myndi ekki sofa hjá honum, myndi ég aldrei verða neitt. Ég myndi aldrei aftur vinna hjá fjölmiðli. Hann myndi sjá til þess að yrði ekkert úr mér. Eftir þetta kvöld mætti ég aldrei aftur til vinnu hjá vefmiðlinum.“

Spurð að því hvort hún ætli að sækja umrædda menn til saka segir Thelma að hún sé ekki komin svo langt en útilokar ekkert.

Thelma Dögg Gudmundsen:
Mynd: Instagram – Birt með leyfi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -