Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Valur segir það gæfuspor að hafa ekki komist inn í leiklistarskólann: „Hilmir Snær er Rollsinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn geðþekki, Valur Freyr Einarsson, er undir Stækkunargleri Mannlífs þessa vikuna.

Valur starfar nú við Borgarleikhúsið, þar sem hann bæði leikur og semur, en næstkomandi mars verður einmitt verk úr hans smiðju frumsýnt í Borgarleikhúsinu.

Sýningin ber nafnið Fyrrverandi og er henni lýst sem myljandi fyndnu og hjartnæmu verki sem speglar flókið fjölskyldulíf og sambönd nútímans á þann hátt að allir geta fundið samhljóm við sína eigin grátbroslegu tilveru.

Þá hefur Valur leikið í tugum íslenskra sjónvarpsþátta og í bíómyndum á borð við Vonarstræti og Undir trénu.

Hljómþýð rödd hans er einnig án efa flestum landsmönnum löngu kunn, enda hefur Valur ljáð ófáum karakterum rödd sína í hinum ýmsu bíómyndum og þáttum.

Mannlíf komst meðal annars að því að Valur á það til að ofhugsa hlutina, hann elskar norrænt drama og jólamaturinn á hans heimili er hægeldaður dádýrsvöðvi.

- Auglýsing -

Fjölskylduhagir? Giftur með fjögur börn og einn kött.

Menntun/atvinna? BA í leiklist frá MMU í Manchester. Leikari við Borgarleikhúsið.

- Auglýsing -

Uppáhaldssjónvarpsefni? Norrænt drama og góðar heimildamyndir um magnaða listamenn.

Leikari? Þeir eru margir en af íslenskum leikurum Hilmir Snær, hann er Rollsinn. Ég er hrifinn af breska skólanum svo það eru margir breskir leikarar til dæmis Ralph Fiennes , Colin Firth, svo þeir dönsku að sjálfsögðu eins og Nikolaj Lie Kaas og Trine Dyrholm.

Rithöfundur? Þeir eru líka margir. Auður Ava, Halldór Laxness, Murakami, Bragi Ólafsson, Fríða Ísberg bara svo ég nefni það sem er á náttborðinu.

Bók eða bíó? Það fer eftir stuði, hvort tveggja myndi ég segja.

Besti matur? Jólamatur Ilmar minnar, hægeldaður dádýrsvöðvi.

Kók eða Pepsí? Hvorugt.

Fallegasti staðurinn? Þórsmörk og Skaftafell.

Hvað er skemmtilegt? Að hitta góða vini og sjá/heyra góða list.

Hvað er leiðinlegt? Kóvíd.

Hvaða flokkur? Endurvinnslan.

Hvaða skemmtistaður? Eru þeir enn þá til?

Kostir? Það er nú annarra að segja til um þá, en ég heyrði um daginn frá hárgreiðslufólki leikhússins að ég væri með gott hár og fallega hárlínu. Það gladdi mig vandræðalega mikið.

Lestir? Hraðlestir. Ég er með smá þráhyggju, ofhugsa hlutina stundum.

Hver er fyndinn? Saga Garðars, Eggert Þorleifsson og Grettir Valsson.

Hver er leiðinlegur? Trump og hans líkar um allan heim.

Trúir þú á drauga? Já, þeir eru víða.

Stærsta augnablikið? Fæðing barnanna okkar. Það eru fjögur augnablik sem ekki er hægt að gera upp á milli.

Mestu vonbrigðin? Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að komast ekki inn í leiklistarskólann á sínum tíma, en það reyndist svo gæfuspor.

Hver er draumurinn? Að halda góðri heilsu og geta haldið áfram að vinna við það sem ég elska og að börnin mín blómstri í öllu því sem þau eru að gera.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Að ná að klára leikrit sem ég var að skrifa. Það heitir Fyrrverandi og verður í Borgarleikhúsinu eftir áramót.

Ertu búinn að ná öllum þínum markmiðum? Nei. Ég er rétt að byrja, ég er svo seinþroska.

Manstu eftir einhverjum brandara? Mjög sjaldan þegar ég þarf á þeim að halda. En ég var límheili á brandara sem barn.

Vandræðalegasta augnablikið? Þegar ég kom sólarhring of seint á flugvöllinn með alla fjölskylduna á leið í sumarfrí.

Sorglegasta stundin? Að missa mömmu, hún fór allt of snemma. Við áttum eftir að spjalla svo mikið.

Mesta gleðin? Að kynnast Ilmi, það er gjöf sem gefur alla daga.

Mikilvægast í lífinu? Að halda utan um þá sem maður elskar, gefa af sér í leik og starfi og reyna að halda í gleðina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -