Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Var með Bounty-þráhyggju – þóttist fara í þvottahúsið en hljóp út í sjoppu að kaupa súkkulaði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Borgarfulltrúinn Hildur Björnsdóttir er undir Stækkunargleri Mannlífs þessa vikuna.
Hildur er lögfræðingur að mennt, en skipaði annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í kosningum til borgarstjórnar árið 2018 og hefur setið í borgarstjórn Reykjavíkur síðan.
Áður hafði hún meðal annars starfað fyrir lögmannsstofuna LOGOS í London, verið pistlahöfundur í Fréttablaðinu og skipaði stöðu formanns Stúdentaráðs HÍ um tíma, þegar hún var þar í námi.
Það er ekki ofsögum sagt að Hildur sé mögnuð kona, því hún hefur áorkað ansi mörgu á sinni 35 ára ævi. Hildur er þriggja barna móðir, með glæsilegan starfs- og námsferil á bakinu og sigraðist á eitlafrumukrabbameini árið 2017, eftir að hafa greinst með sjúkdóminn aðeins sjö dögum eftir fæðingu yngri dóttur sinnar.
Mannlíf komst að því að Hildur er bjartsýn, óþolinmóð og man enn þá stund er hún eignaðist sína fyrstu hælaskó, 9 ára gömul.

Fjölskylduhagir? Móðir barnanna Björns Helga (11), Kristínar Sólveigar (7) og Katrínar Ólafar (5). Í sambúð með Jóni Skaftasyni lögfræðingi. Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er svo hundurinn Philip.

Menntun/atvinna? Er í dag borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn en starfaði áður við lögmennsku.
Lauk BA í lögfræði (2009), BA í stjórnmálafræði (2009) og MA í lögfræði (2011) frá Háskóla Íslands. Hlaut svo héraðsdómslögmannsréttindi árið 2012.

Uppáhaldssjónvarpsefni? Langbestu þættir sem ég hef séð eru Young Pope/New Pope eftir Paolo Sorrentino. Stórkostlegt listaverk. Svo er ég líka mikill Bachelor-aðdáandi. Það er ýmist í ökkla eða eyra hjá mér.

Leikari? Christoph Waltz er í miklu uppáhaldi, sérstaklega frammistaðan í kvikmyndum Tarantinos. Kristín Þóra Haraldsdóttir finnst mér alveg mögnuð og enginn fer betur með gamanmál en Edda Björgvinsdóttir.

- Auglýsing -

Rithöfundur? The Choice eftir Edith Eger er besta og áhrifaríkasta bók sem ég hef lesið. Halldór Armand, vinur minn, er rísandi stjarna og sérlega skemmtilegur höfundur.

Bók eða bíó? Hvort tveggja betra. Fer eftir aðstæðum og tilefni.

Besti matur? Á ferðalögum þefa ég alltaf uppi perúska matargerð en hérlendis er föstudagspítsan best.

- Auglýsing -

Kók eða pepsí? Hvorugt. Bláan kristal eða uppáhelling fyrir mig, takk.

Fallegasti staðurinn? Ég hef aldrei verið jafn frá mér numin af náttúrufegurð líkt og á hálendinu, á toppi Löðmundar. Svo þykir mér alltaf sérlega vænt um Oddagötu 15 á Akureyri, fyrrverandi heimili ömmu og afa.

Hvað er skemmtilegt? Ég hef þrálátan áhuga á því að gera upp fasteignir. Fjölskyldu minni til þó nokkurs ama.

Hvað er leiðinlegt? Neikvæðni og svartsýni.

Hvaða flokkur? Sjálfstæðisflokkurinn, því hann stendur fyrir einstaklingsfrelsi og jöfn tækifæri.

Hvaða skemmtistaður? Hósiló í mat, Röntgen í drykk.

Kostir? Metnaðarfull, skipulögð og bjartsýn. Treysti fólki.

Lestir? Óþolinmóð og stundum örlítið sein, sem er afleiðing bjartsýni.

Hver er fyndinn? Katrín Ólöf, 5 ára dóttir mín, er fjölskyldutrúðurinn.

Hver er leiðinlegur? Banananammi. Svakalega, leiðinlega vont.

Trúir þú á drauga? Ég er frekar myrkfælin. Ætli það sé ekki vegna þess að ég trúi á drauga?

Stærsta augnablikið? Þegar ég fékk fyrstu hælaskóna 9 ára gömul. Var svo ánægð að ég svaf með þá á náttborðinu. Þannig gat ég virt þá fyrir mér áður en ég sofnaði og aftur þegar ég vaknaði. En auðvitað eru fæðingar barnanna minna stórmerkilegustu augnablikin.

Mestu vonbrigðin? Að vera ekki heilaskurðlæknir.

Hver er draumurinn? Að vera heilaskurðlæknir.

Mesta afrek sem þú hefur unnið á þessu ári? Ég hef lifað við áralanga og viðvarandi fóbíu fyrir líkamsræktarstöðvum. Eftir fjögur ár af áskorunum frá vinkonu mætti ég loks á crossfit-æfingu. Það var persónulegt afrek en mjög skemmtilegt. Hef mætt reglulega síðan.

Ertu búin að ná öllum þínum markmiðum? Ætli ég muni nokkurn tímann ná öllum mínum markmiðum? Ég er ein þeirra sem þarf sífellt að setja markið hærra eða stefnuna annað.

Manstu eftir einhverjum brandara? Leikskólavandinn í Reykjavík er sorglegur brandari.

Vandræðalegasta augnablikið? Þegar ég var ólétt að eldri dóttur minni var ég búsett í London. Við bjuggum í agnarsmáu húsi á þremur hæðum. Stofan efst en þvottahúsið neðst. Ég var sólgin í Bounty en maðurinn minn ekki, enda einhvers konar raunheima íþróttaálfur. Ég skammaðist mín svolítið fyrir þessa þráhyggju. Á kvöldin þóttist ég því reglulega fara niður í þvottahús en hljóp svo laumulega í sjoppuna á horninu og keypti XXL Bounty og gleypti í snarhasti. Hann tók aldrei eftir neinu. Frekar vandræðaleg hegðun af minni hálfu.

Sorglegasta stundin? Að missa ástvin er alltaf sorglegast. Fyrsta sorgin var hins vegar fráfall hamstursins Kalla þegar ég var um 8 ára gömul. Það var mikil dramatík, ekki síst í útförinni sem fram fór í blómabeðinu heima.

Mesta gleðin? Hláturskast með börnunum mínum.

Mikilvægast í lífinu? Góð heilsa. Fjölskylda og vinir. Að elska og vera elskaður. Lakkrís og súkkulaði.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -