Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

5 ráð til að gera svefnherbergið meira kósí

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svefnherbergið er staðurinn þar sem þú átt að geta slakað á, á leið þinni inn í draumalandið. Hér eru nokkur ráð um það hvernig hægt er að gera svefnherbergið að kósí griðastað.

1. Dúnmjúk sængurföt
Veldu sængina þína og sængurföt af kostgæfni og ekki hika við að eyða aðeins meiri peningum til að eignast það sem þig langar mest í, svo að ekki sé talað um rúmið sjálft – við verjum jú stórum hluta ævi okkar í svefnherberginu. Ekkert er yndislegra en að sökkva sér í brjálæðislega þægilegt rúm.

2. Rétti ilmurinn
Val á rétta ilminum fer eftir smekk hvers og eins en lavender er vinsælasta ilmkjarnaolían fyrir slakandi andrúmsloft. Hægt er að fá ýmisskonar sprei eða olíur til að setja beint á koddann en þá þarf að varast að setja of mikið. Einnig má kveikja á ilmkertum og ilmolíubrennurum en passa að fara að öllu með gát með því að hafa eldinn í öruggum stjökum á öruggum stöðum, langt frá gardínum og værðarvoðum, og slökkva áður en farið er að sofa.

3. Motta sem faðmar fæturna
Rétt gólfmotta er sannarlega eitthvað sem vert er að hugsa út í að fá sér – motta sem faðmar fæturna þegar þú stígur fram úr á morgnana. Veldu þér til dæmis þykka og grófa flosmottu eða mjúkt lambaskinn. Að auki eru margskonar mottur á markaðnum og aðalmálið að þér finnist mottan passa við annað í herberginu og fílir liti og gerð vel.

4. Málaðu herbergið
Ekki hika við að mála herbergið og það er óþarfi að óttast að nota liti. Ef þú velur mjög dökka eða skæra liti getur verið sniðugt að velja aðeins einn vegg fyrir þann lit en hafa hina veggina hlutlausa. Djúprauður, súkkulaðibrúnn og beislitur gefa til dæmis mjög kósí fíling. Veggfóður er líka mikið í tísku núna og ekki vitlaust að fá sér svoleiðis til að flikka upp á svefnherbergið.

5. Rúmteppi
Það er gott að venja sig á að búa um rúmið á morgnana því það er svo miklu notalegra að koma að því þannig þegar maður fer þreyttur að sofa á kvöldin. Þá er ekki verra að eiga fallegt rúmteppi sem í senn gerir rúmið snyrtilegt og lífgar upp á herbergið, hvort sem þú velur teppi í hlutlausum stíl eða jafnvel handprjónað eða heklað ömmuteppi úr dúllum.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -