Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Á yfir 900 listaverk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skúli Gunnlaugsson hjartalæknir hefur ódrepandi áhuga á íslenskri samtímalist og byrjaði að safna myndlist fyrir u.þ.b 15 árum.

Hann á yfir 900 listaverk sem spanna öll helstu tímabil íslenkrar myndlistarsögu. Vikan tók hús á Skúla og forvitnaðist um tilurð og tilgang söfnunarinnar en úrval samtímaverka í hans eigu er nú í til sýningar í Listasafni Árnesinga í Hveragerði og nefnist Tíðarandi.

Ekki er langt síðan Skúli byrjaði að safna en hann hefur byggt upp safnið á 15 árum.

„Samtímalist er samkvæmt orðanna hljóðan það sem er núna eða fyrir nokkrum árum. Þegar ég byrjaði að safna var ég bara að kaupa á veggina heima hjá mér en mjög fljótt fór þetta úr böndunum eða þannig séð,“ segir Skúli og brosir.

„Í fyrstu keypti ég einkum verk eftir listamenn sem gerðu sig gildandi rétt eftir seinna stríð, módernista eins og Þorvald Skúlason, Svavar Guðnason, Guðmundu Andrésdóttur og þar fram eftir götunum. Þá safnaði ég einnig gömlu meisturunum eins og Ásgrími Jónssyni, Jóni Stefánssyni, Kjarval og Þorláki B. Þórarinsyni. En síðan fór ég að lesa listasöguna og las mér alltaf meira og meira til um samtímalist, en það er þar sem „hlutirnar eru að gerast“.“

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

- Auglýsing -

Kaupa blað í vefverslun

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -