„Þetta snerist aldrei um útlitið. Ég hef aldrei verið með útlitsþráhyggju. Ég var bara með innlitsþráhyggju,“ segir hin ástæla söngkona Hera Björk Þórhallsdóttir, sem greinir frá því í nýjasta tölublaði Vikunnar að hún hafi farið í svokallaða magaermisaðgerð. Þótt aðgerðin sem slík hafi verið hjálpartæki segir Hera sjálfsvinnuna það allra mikilvægasta í ferlinu. Hún líti núna svo vel út af því að hún líti svo vel inn.
„Mér var bara hætt að líða vel í eigin skinni og ástæðan fyrir því var ekki sú að ég væri með of stórt nef eða of feit læri. Mér leið ekki lengur vel inni í mér.“
„Ég hef aldrei verið með útlitsþráhyggju. Ég var bara með innlitsþráhyggju.“
Hera fór í mikla sjálfsvinnu sem leiddi í ljós stórt leyndarmál sem hún hafði geymt með sjálfri sér. Lestu einlægt og opinskátt viðtal við Heru Björk í nýjasta tölublaði Vikunnar.
Tryggðu þér eintak í næstu verslun eða komdu í áskrift.
Myndir / Hallur Karlsson
Förðun / Elín Reynis
Hár / Emilía Tómasdóttir, EMÓRU