Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Áhugavert á Netflix: Eru plöntur málið?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Undanfarin ár hefur sú umræða aukist að við borðum í raun alltof mikið af kjöti og dýraafurðum í vestrænu samfélagi. Á Netflix er að finna nokkrar heimildarmyndir og -þætti sem fjalla einmitt um þetta málefni.

Í þeim eru vandkvæði og gallar kjötneyslu skoðaðir og ýmsum hugmyndum að lausnum er velt upp. Mismikið er um öfgar en allir virðast vera sammála um það að aukin neysla á plöntum sé svarið.

Frumefnin fjögur

Matargerð er skoðuð með frumefnin fjögur, eld, vatn, loft og jörð, til hliðsjónar, í þáttunum Cooked.

Fræðimaðurinn Michael Pollan hefur skrifað ófáar bækur um mat og matargerð. Þættina Cooked gerði hann í samstarfi við Netflix og byggjast þeir á samnefndri bók hans. Matargerð er skoðuð með frumefnin fjögur, eld, vatn, loft og jörð, til hliðsjónar. Stiklað er á stóru í sögu matargerðar og matarmenningar og skoðað er hvaða þýðingu hún hefur í samfélögum heims.

Michael kynnir sér hvernig ýmsar fæðutegundir eru búnar til, brauð, ostur og fleira, og hvernig frumefnin koma þar við sögu. Þessar fæðutegundir eiga það sameiginlegt að við í vestrænu samfélagi erum orðin alltof vön að kaupa þær bara úti í búð, þessu vill hann breyta.

Í heimildarmyndinni Food Choices skoðar Michal Siewierski áhrif fæðu, ekki bara á heilsu okkar heldur einnig heilsu jarðarinnar og heilsu lífveranna sem við deilum henni með  … Myndin veltir upp nýjum og áhugaverðum pælingum og mun án efa breyta því hvernig við horfum á matinn á diskinum.

Öfgar eða sannleikur?

What the Health er heimildarmynd úr smiðju Kips Andersen og Keegans Kuhn sem gerðu Cowspiracy: The Sustainability Secret. Í stiklum er What the Health lýst sem myndinni sem heilsutengdar stofnanir vilja ekki að við sjáum. Hún skoðar heilsuvandamál tengd kjöt- og mjólkuriðnaði, lyfjaiðnaði og ýmsum hagsmunaaðilum auk þess sem hún afhjúpar samráð þessara aðila og bandarísku ríkisstjórnarinnar. Myndin hefur hlotið töluverða gagnrýni fyrir öfgar og ofstæki en í henni er þó að finna nokkur sannleikskorn.

- Auglýsing -

Mikilvægt að velja vel

Í heimildarmyndinni Food Choices skoðar Michal Siewierski áhrif fæðu, ekki bara á heilsu okkar heldur einnig heilsu jarðarinnar og heilsu lífveranna sem við deilum henni með. Hann reynir að afsanna, eða hnekkja, langlífar ranghugmyndir um mat og mataræði og því til stuðnings ræðir hann við fjölda virtra sérfræðinga, þar á meðal lækna, stjórnmálamenn, líffræðinga, næringarfræðinga og fleiri.

Myndin veltir upp nýjum og áhugaverðum pælingum og mun án efa breyta því hvernig við horfum á matinn á diskinum.

- Auglýsing -

Snúið við blaðinu

Í Forks over Knives er heilsuvandi Bandaríkjamanna skoðaður ofan í kjölinn. Myndin byggir á samnefndri bók sem lenti á metsölulista New York Times.

Í Forks over Knives er heilsuvandi Bandaríkjamanna skoðaður ofan í kjölinn. Tveir af hverjum þremur eru í yfirþyngd og lífsstílssjúkdómar á borð við sykursýki II, hjarta- og æðasjúkdóma og fleiri aukast stöðugt.

Teymið sem stendur á bak við myndina heldur því fram að hægt sé að snúa þessari þróun við með því að hætta einfaldlega að borða kjöt og dýraafurðir, sérstaklega unna kjötvöru.

Tveir fræðimenn, Dr. T. Colin Campbell og Dr. Caldwell Esselstyn, segja frá rannsóknum sínum og athugunum en þeir hafa í marga áratugi haft áhyggjur af kjötneyslu samlanda sinna.

Í myndinni eru einnig tekin viðtöl við fólk sem hefur reynt þessa aðferð og snúið við blaðinu þegar kemur að mataræði og bætt heilsu sína.

Orðin sjö

Heimildarmyndin In Defense of Food var upprunalega gerð fyrir PBS-sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum en þar er að finna heilmikið af heimildar- og fréttaskýringarþáttum auk annars efnis sem varðar almenning. Hér er Michael Pollan aftur á ferðinni og í þetta sinn reynir hann að svara spurningunni sem hann fær hvað oftast í starfi sínu: Hvað á ég að borða til þess að halda heilsunni góðri? Hann skoðar þróun vestræns mataræðis og hvernig það hefur haft í för með sér ýmsa lífsstílstengda sjúkdóma. Í myndinni kemur Michael meðal annars með töfraorðin sjö sem eru í raun svarið við spurningunni stóru: Eat food, not too much, mostly plants, eða: Borðaðu mat, ekki of mikið, mest plöntur.

Höfundur / Hildur Friðriksdóttir

Aðalmynd / Pexels.com

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -