Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Allt í kringum ferlið svo sárt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Raquelita Rós Aguilar tók tíunda bekkinn aftur, tuttugu og fimm ára að aldri. Eftir útskrift úr háskóla leið ekki á löngu þar til hún var ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækis á hraðri uppleið. Raquelita hefur farið nokkrar torfærur í gegnum lífið en hún vill gjarnan veita konum innblástur til að sækjast eftir því sem þær dreymir um.

Raquelita er gift Birnu Guðmundsdóttur sem er rannsóknarlögreglumaður hjá kynferðisafbrotadeild lögreglunnar en saman eiga þær þrjá drengi. Raquelita segir frá því hvernig þær kynntust.

„Hún elti mig,“ segir hún og skellir upp úr. „Hún vissi af mér en ég ekki af henni en við bjuggum báðar á þeim tíma í Keflavík, þar sem Birna er alin upp. Hún þekkti því flesta í bænum og náði að redda sér símanúmerinu mínu eftir að hafa séð mig og heyrt af mér. Svo sendi hún mér bara skilaboð og við ákváðum að hittast. Við höfum verið saman síðan,“ segir hún.

„Ég fann mjög snemma, og áður en ég elskaði hana, að ég myndi elska hana. Við komum úr gjörólíkum heimum en erum líkar á marga vegu,“ segir hún og útskýrir mál sitt. „Ég ólst ekki upp við neinn hvata eða metnað til að vegna vel í lífinu. Það þurfti að gera allt á hörkunni og vinna tvær vinnur myrkranna á milli. Launin voru léleg og stritið mikið. Hjá Birnu var allt annað upp á teningnum. Í hennar fjölskyldu eru allir vel menntaðir og mikill metnaður fyrir því að ganga vel í lífinu og hafa hlutina á hreinu. Ég heillaðist mjög mikið af þessum eiginleikum í hennar fari og hvað hún var stabíl. Hún lærði sálfræði í Bandaríkjunum og kláraði svo réttarsálfræði í York í Bretlandi en þegar við kynntumst var hún í Lögregluskólanum. Mér fannst svo geggjað að hún væri búin að afreka þetta allt en svo skemmdi auðvitað ekki fyrir hvað hún er sæt,“ segir hún og brosir.

Raquelita og Birna létu gefa sig saman í lítilli og persónulegri athöfn í Garðakirkju með aðeins nánustu vini og fjölskyldu viðstadda.

„Brúðkaupið var akkúrat eins og við vildum hafa það, einfalt og látlaust. Og það var engin óþarfa rómantík í kringum trúlofunina heldur settum við hringana upp úti í bíl fyrir utan Jón og Óskar.“

Elsta barnið þeirra er Natan, þrettán ára, en stuttu eftir brúðkaupið fóru þær að tala um að stækka við fjölskylduna og Raquelita varð fljótlega ófrísk. Þær misstu fóstrið en reyndu fljótt aftur og varð hún ólétt í annað sinn og þær mjög spenntar eins og ætla má. Drengurinn, sem fékk nafnið Nói, fæddist andvana eftir fimm mánaða meðgöngu. Eftir andlát Nóa og einn fósturmissi var Raquelita ákveðin að ganga aldrei aftur með barn.

- Auglýsing -

„Sú lífsreynsla að fæða andvana barn er alveg hræðileg. Það er ekkert sem undirbýr mann fyrir það að skilja barnið sitt eftir og fara bara heim af fæðingardeildinni án þess. Eftir fæðingu fer líka af stað mikið hormónaflæði, brjóstin fyllast af mjólk og er stöðug áminning um það sem gerðist. Allt í kringum þetta ferli er svo sárt,“ segir Raquelita einlæg.

„Sú lífsreynsla að fæða andvana barn er alveg hræðileg. Það er ekkert sem undirbýr mann fyrir það að skilja barnið sitt eftir og fara bara heim af fæðingardeildinni án þess.“

Þær ákváðu að reyna aftur stuttu seinna en að Birna myndi ganga með barnið. „Eftir reynslu okkar ákvað hún að gera það og varð strax ófrísk að Alex sem fæddist árið 2016. Ferlið virkaði þannig að við keyptum okkur aðgang að Evrópska sæðisbankanum en þar er hægt að skoða sæðisgjafana í þaula. Við eigum sjúkrasögu okkar sæðisgjafa, barnamynd af honum og upptöku þar sem hann segir frá sjálfum sér og hvað starfsfólkinu fannst um hann. Við ákváðum þó að nota ekki sama gjafa og þegar ég gekk með Nóa. Við létum sæðisbanka úti í Bandaríkjunum og Danmörku vita af stöðunni og lýstum útliti okkar. Þeir bentu báðir á sama sæðisgjafann og út kom Alex, sem er skemmtilega líkur okkur báðum.“

Raquelíta getur ekki stillt sig um að sýna blaðamanni mynd af sonum þeirra Birnu og mömmustoltið leynir sér ekki.

- Auglýsing -

Viðtalið í heild má lesa í nýrri Viku.

Mynd / Hallur Karlsson
Förðun / Björg Alfreðsdóttir með YSL

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -