Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Aukinn árangur og velgengni í vinnu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sex góð ráð til þess að líða betur og ná lengra í starfi.

Flest viljum við ná einhverri velgengni í því starfi sem við höfum valið okkur. Við verjum jú bróðurpartinum af lífinu í vinnunni og því skiptir máli að við finnum að við séum að ná árangri. Ýmislegt í okkar hversdagslegu rútínu hefur áhrif á það hvernig við vinnum vinnuna okkar og þar með hversu mikilli velgengni við njótum. Hér eru sex góð ráð til þess að líða betur og ná lengra í starfi.

Oftar en ekki vinnur fólk saman í hóp þar sem einstaklingar bæta hverjir aðra upp þannig að það skiptir ekki máli þótt þú sért ekki góð/ur í öllu – svo lengi sem þú ert mjög góð/ur í sumu.

1. Einbeittu þér að styrkleikum, ekki veikleikum. Stundum eigum við það til að eyða of miklum tíma í að bæta okkur í því sem við erum ekki góð í að eðlisfari. Það getur verið gáfulegra að bæta styrkleika þína enn frekar. Oftar en ekki vinnur fólk saman í hóp þar sem einstaklingar bæta hverjir aðra upp þannig að það skiptir ekki máli þótt þú sért ekki góð/ur í öllu – svo lengi sem þú ert mjög góð/ur í sumu.

2. Hagaðu vinnu þinni eins og þér þykir best. Það sem hentar einum þarf ekki að henta öllum öðrum starfsmönnum fyrirtækis. Undanfarin ár hafa mörg fyrirtæki innleitt opin rými en sumum þykir betra að vinna bak við luktar dyr, allavega í ákveðnum verkefnum. Oftast er hægt að finna lausn á þessum vanda til dæmis með því að nota fundarherbergi þegar þau eru laus eða óska eftir því að vinna heima. Einnig geta hljóðeinangrandi heyrnatól komið að góðum notum.

3. Hafðu hemil á skapinu þínu. Viðhorf þitt hefur ekki aðeins áhrif á líðan og afrakstur þinn í vinnunni heldur einnig á samstarfsfélaga þína. Þess vegna ættirðu að reyna eftir bestu getu að hafa jákvæðni að leiðarljósi en rannsóknir hafa sýnt að með því að hugsa jákvætt verðum við ósjálfrátt jákvæðari gagnvart vinnunni og jákvæðir einstaklingar áorka meira.

Veldu hollari mat. Þegar öllu er á botninn hvolft er fæðan eldsneyti líkamans og gæði hennar geta haft mikil áhrif á okkur. Ef þú veist að þú munt ekki hafa tíma til að ná þér í hádegismat reyndu að hafa með þér nesti svo þú sleppir ekki máltíðum.

4. Veldu hollari mat. Þegar öllu er á botninn hvolft er fæðan eldsneyti líkamans og gæði hennar geta haft mikil áhrif á okkur. Ef þú veist að þú munt ekki hafa tíma til að ná þér í hádegismat reyndu að hafa með þér nesti svo þú sleppir ekki máltíðum. Forðastu sykur líka eftir bestu getu því hann getur valdið blóðsykurshruni og meðfylgjandi orkuleysi.

5. Láttu gott af þér leiða. Þó að það sé mikilvægt að hugsa um sjálfan sig þá getur það aukið vellíðan að gera eitthvað gott fyrir aðra, hvort sem það er að hella upp á kaffi, hjálpa með verkefni eða bjóða einhverjum far heim. Þetta eykur liðsheildina og þýðir það að vinnufélagar þínir eru mun líklegri til að koma þér til hjálpar þegar þú þarft á því að halda.

- Auglýsing -

6. Ekki hugsa um það sem er liðið. Þegar við eigum slæman dag í vinnunni hættir okkur til að taka þær tilfinningar með okkur heim og endurhugsa allt sem við gerðum og hvernig við hefðum getað gert betur. Með þessu erum við að viðhalda streitunni og öllum fylgifiskum hennar þannig að við náum ekki að hvílast almennilega. Hafðu þann vana á að fara einu sinni yfir daginn að honum loknum og segðu svo skilið við hann.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -