Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Blóðugir glæpir og annar hryllingur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki missa af þessum sjónvarpsþáttum.

Það verður að segjast eins og er, það er skemmtilegast að horfa á glæpaþætti í einum rikk og þurfa ekki að bíða í viku eða meira eftir næsta þætti. Hér eru nokkrir afar spennandi þættir sem eru fáanlegir á Netflix.

Rannsókn raðmorðingja
Mindhunter (sjá mynd að ofan) eru nýlegir þættir framleiddir af Netflix. Þættirnir gerast árið 1977 þegar glæpasálfræði var á frumstigi. FBI-mennirnir Holden Ford og Bill Tech byrja að skoða morðingja sem virðast ekki hafa drepið af hefðbundnum ástæðum, svo sem hefnd eða ástríðu, og hafa jafnframt myrt fleiri en fimm einstaklinga, ýmist í einum rikk eða yfir lengri tíma. Þeir vilja komast að því hvað hvetur þessa menn til að myrða og hvernig megi koma í veg fyrir slíka glæpi. Þættirnir eru sannsögulegir og viðtölin við morðingjana eru byggð á upprunalegum gögnum Ford og Tech auk þess sem þeir eiga heiðurinn af hugtakinu raðmorðingi.

Lucifer sest að í Los Angeles þar sem hann starfar sem ráðgjafi hjá LAPD auk þess að reka næturklúbbinn Lux.

Djöfull og dauði
Bandarísku þættirnir Lucifer fjalla um satan sjálfan, Lucifer Morningstar. Honum leiðist í helvíti og því ákveður hann að yfirgefa krúnu sína að halda upp á yfirborðið. Hann sest að í Los Angeles þar sem hann starfar sem ráðgjafi hjá LAPD auk þess að reka næturklúbbinn Lux. En hvað veit djöfullinn um glæpi – merkilega mikið að því er virðist.

________________________________________________________________

Í þáttunum Luther kynnumst við titilpersónunni John Luther, yfirmanni rannsóknardeildar lögreglunnar í London, sem sér um alvarlega glæpi.

Skuggalegir glæpir
Bretar kunna svo sannarlega að gera lögguþætti. Í þáttunum Luther kynnumst við titilpersónunni John Luther, yfirmanni rannsóknardeildar lögreglunnar í London, sem sér um alvarlega glæpi. Vinnan er númer eitt, tvö og þrjú í lífi Luthers og það bitnar bæði á honum og þeim sem standa honum næst. Vegna þess hve skuggalegir glæpirnir sem hann rannsakar eru þá finnst honum stundum sem myrkrið sé að gleypa sig.

________________________________________________________________

- Auglýsing -
Johnny Lee Miller sem Sherlock Holmes og Lucy Liu sem Watson.

Í nýjum búning
Það þekkja flestir einkaspæjarann Sherlock Holmes, enda hafa fjölmargar birtingarmyndir hans komið í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu. Elementary eru bandarískir þættir sem setja sögurnar um Sherlock Holmes, sem Arthur Conan Doyle skrifaði, í nýjan búning. Þættirnir gerast í New York, ekki í London, í samtímanum og í þetta skipti er Dr. Watson kona, sem Lucy Liu, leikur. Johnny Lee Miller er einnig frábær í hlutverki Sherlocks og þættirnir eru hreint út sagt ávanabindandi.

Texti / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -