Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Bólótt húð – hvað er til ráða?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Til að viðhalda fallegri og heilbrigðri húð er nauðsynlegt að hugsa vel um hana og nota snyrtivörur sem henta húðgerð manns. Gríðarlegt úrval snyrtivara er á markaðinum í dag og oft vefst fyrir fólki hvaða vörur henta því vegna þess að það vantar skilning og þekkingu á eigin húð.

 

Feitri húð og bólóttri húð er oft ruglað saman. Vissulega hættir feitri húð til að stíflast og fá fílapensla eða bólur. Hins vegar, þegar um bólótta húð, eða acne, er að ræða verður fitukirtlaframleiðslan það mikil að húðin er stöðugt að stíflast þannig að graftrarbólur og kýli myndast á ákveðnum svæðum.

Flestir tengja bólótta húð helst við unglingsárin og gelgjuskeiðið, vegna tengsla við aukna hormónastarfsemi og þvílíkt, en það hefur færst í aukana undanfarin ár að fullorðnir séu að kljást við þennan vanda og þá aðallega konur. Það er nú talið að ein af hverjum tuttugu konum þjáist af fullorðins-acne en einungis einn af hverjum hundrað karlmönnum.

Dagleg umhirða bólóttrar húðar er nokkuð svipuð og umhirða feitrar húðar. Oft og tíðum er þó nauðsynlegt að leita ráða hjá lækni og fá lyfseðilsskyld lyf, ýmist sýklalyf, roacutan eða smyrsl. Slík lyf geta gert húðina þurra, ljósnæma og viðkvæmari tímabundið og þá þarf að haga umhirðunni eftir því.

Hreinsun

Það er sérstaklega mikilvægt að þrífa bólótta húð vel til að minnka óhreinindi og bakteríur á henni. Mörg snyrtivörufyrirtæki framleiða sérstakar vörur fyrir bólótta húð sem hafa þá bæði sýkladrepandi, bólgueyðandi og sefandi eiginleika. Salicylic-sýra er mjög algengt innihaldsefni því hún hjálpar til við að hreinsa óhreinindi úr húðholum án þess þó að þurrka húðina.

- Auglýsing -

Ekki er mælt með því að nota kornamaska eða skrúbb á bólótta húð því að hann getur opnað húðina, gert hana viðkvæmari og dreift bakteríum. Betra er að nota maska eða andlitsvatn sem inniheldur ávaxta- eða mjólkursýrur, svokallaðar Alpha hydroxy-sýrur, til að djúphreinsa og örva endurnýjun húðarinnar.

Raki

Það sama á við um bólótta húð og feita húð að það er nauðsynlegt að veita henni góðan raka því annars mun fituframleiðslan einungis aukast. Einnig er bólóttri húð hætt við að fá yfirborðsþurrk ef notaðir eru þurrkandi hreinsar eða vörur sem innihalda sýrur. Krem fyrir bólótta húð eru oft mjög létt og olíulaus en innihalda mikinn raka.

- Auglýsing -

Þó að það hljómi ef til vill ógnvekjandi fyrir þá sem eru með bólótta húð þá getur verið gott að nota hreina plöntuolíu sem rakakrem endrum og sinnum. Rósberjaolía (e. Rosehip oil) inniheldur til dæmis mjög mikið af náttúrulegu E-vítamíni sem hefur græðandi áhrif á húðina. E-vítamín er nauðsynlegt til þess að draga úr öramyndun sem er leiður fylgifiskur bólna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -