Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Brúðkaupin blessunarlega breytingum háð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eysteinn Orri Gunnarsson prestur tekur breytingum fagnandi þegar kemur að brúðkaupsathöfnum en hann segir brúðkaup blessunarlega breytingum háð eins og allt annað.

Hann segir jafnframt að þó brúðkaup byggi á gömlum gildum sé mikilvægt að gera athöfnina sem persónulegasta.

„Ég hef verið spurður um eitt og annað sem er kannski ekki alveg eftir öllu. Alltaf sagt já enda ekki það gjörsamlega galnar óskir um að ræða. Ég man eftir einum snilling sem spurði mig hvort það væri í lagi ef að hann setti undir vinstri skó sinn hjarta límmiða, sem ég svaraði „já auðvitað ekki er velkomnara en smá auka ást“ svo hóstaði hann aðeins og varð hálfvandræðalegur á svipinn og spurði hvort hann mætti setja Liverpool merkið undir þann hægri. Ég sá auðvitað ekkert að því enda Liverpoolmaður síðan Ian Rush var með nettustu mottu í heiminum þannig að ég játaði því bara. Hugsaði þetta ekkert lengra. Svo var komið að giftingu og við rúllum í gegnum í athöfnina og þá fattaði ég þetta. Þau voru komin á skeljarnar og allir vinirnir hans skælbrosandi útá eyru og sumir vel það. Auðvitað, þvílíkur snillingur og allir höfðu gaman af. Það eru einmitt brúkaup, þau eru gleði. Eitthvað sem gerir okkur að okkur á heima í athöfnum.”

Viðtalið má lesa í heild sinni í brúðarblaði Vikunnar.

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -