Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Dásamlegt að klæðast silkináttkjól eftir langan dag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sara Sólrún Aðalsteinsdóttir verslar mest í second hand-búðum en skemmtilegast finnst henni að finna flíkur sem eru ekki endilega í tísku og gera þær að sínum eigin. Við fengum að skyggnast inn í fataskáp Söru.

„Ég myndi lýsa mínum persónulega stíl sem bæði töff og krúttlegum. Oftast mjög einföldum og þægilegum ofar öllu. Ég elska, sem dæmi, silkináttkjólinn minn sem er yfirburða þægilegur. Það er ekkert betra en að klæða sig í hann eftir langan dag,“ segir Sara en hún úskrifaðist frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2017 og hefur síðan skipst á að ferðast og vinna en hún stefnir nú á skiptinám.

„Ég tók sex mánuði í að vinna og ferðast en ég vann sem verslunarstjóri hjá Brauð&Co en fór svo í sex vikna ferðalag um Asíu. Í dag stunda ég nám við Háskóla Íslands þar sem ég er að læra félagsráðgjöf. Ég veit fátt skemmtilegra en að skoða heiminn og er spennt að læra meira og komast vonandi út í frekara nám.“

„Eftir að hafa horft á heimildarmyndina The True Cost ákvað ég meðvitað að reyna að hætta að stunda „fast fashion“ og nýta frekar fötin sem ég á eða kaupa þau notuð.“

Spurð hvaðan Sara sæki innblástur nefnir hún fyrst nágranna okkar á Norðurlöndum. „Það eru margar töff skandínavískar stelpur á Instagram en annars finnst mér mest gaman að finna eitthvað sem er ekki endilega í tísku og gera það að mínu. Ég versla mest í second hand-búðum, Fatamarkaðinum og Gyllta kettinum en eftir að hafa horft á heimildarmyndina The True Cost ákvað ég meðvitað að reyna að hætta að stunda „fast fashion“ og nýta frekar fötin sem ég á eða kaupa þau notuð. Að því sögðu kaupi ég sjaldan hluti sem hafa lítið notagildi en ég fell oftast fyrir hvítum skyrtum og drapplituðum fötum. Mér finnst langskemmtilegast að kaupa buxur enda eru þær svolítið krefjandi, maður þarf að koma sér í ákveðinn gír og máta óteljandi buxur þangað til maður finnur hið fullkomna snið.“

„Nýjustu kaupin í fataskápnum mínum eru þessi rúskinnsjakki en hann hékk uppi á vegg í versluninni Gyllta kettinum og starði svo stíft á mig að ég einfaldlega varð að taka hann með mér heim.“
„Uppáhaldsflíkin mín er silkisloppurinn og silkináttkjóllinn sem ég keypti af yndislegri konu í Hoi An í Víetnam.“
„Uppáhaldsfylgihluturinn minn er þetta hálsmen sem ég fékk í útskriftargjöf frá mömmu og er úr Milagros-línunni frá Orra Finn.“
„Svo eru það eyrnalokkar úr Ouroboros-línunni, einnig frá Orra Finn, sem ég keypti fyrir sjálfa mig í útskriftargjöf, og Marc Jacobs-taskan. Sólgleraugun eru líka skemmtileg en þau fann ég í lítilli búð í London og skilst að þau séu frá sjöunda áratugnum.“
Marc Jacobs taskan er í uppáhaldi hjá Söru.
„Þessar leðurbuxur átti mamma þegar hún var jafngömul mér en þær hafa mikið tilfinningalegt gildi í mínum huga. Eins þykir mér vænt um veggteppið frá society 6, beltið úr Geysi sem og þessar Sexy/bitch-spennur sem hægt er að fá í Spútnik.“

Fullt nafn: Sara Sólrún Aðalsteinsdóttir.
Starfsheiti: Námskona og brauðsölukona.
Aldur: 20 ára.
Fallegasti fataliturinn: Náttúrulegir tónar, sérstaklega drapplitað.
Besta lykt í heimi: Dark rum-lyktin frá malin + goetz.
More is less eða Less is more: Less is more.
Áhugamál: Pimple popping-myndbönd eru áhugamálið mitt.

Myndir / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -