Sunnudagur 14. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

„Ef eitthvað glitrar í búðarglugganum er ég mætt inn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hanna Rún Bazev Óladóttir lærði ung að meta glimmer og glamúr en hún hefur stundað dans og starfað sem dansari í tuttugu og fjögur ár. Við fengum að skyggnast inn í glæsilegan fataskáp Hönnur Rúnar

Hanna Rún er gift  Nikita Bazev og saman eiga þau soninn Vladimir Óla Bazev, 4 ára, en Hanna Rún var einmitt 4 ára þegar hún mætti á sína fyrstu dansæfingu.

„Dansinum fylgir mikið glimmer og glamúr, svo ég var mjög ung farin að elska allt sem glitraði og glansaði. Foreldrar mínir eiga einnig skartgripaverslunina Gullsmiðju Óla sem ég var mikið í þegar ég var lítil stelpa og er mikið í enn þá í dag. Ég ólst því upp í mjög fallegu umhverfi og elska allt sem glitrar. Mig dreymir til að mynda um að eignast kristalssófa en ég er að vísu byrjuð að steina bekk með kristölum svo sú ósk er hægt og rólega að rætast.“

Hanna Rún segist sækja innblástur hvar sem hún er þá stundina þó að hún sé mest í því að skapa sitt eigið.

„Mér finnst gaman að skoða Pinterest en ég bý líka mikið til sjálf. Mér finnst gaman að vera pínulítið öðruvísi og þá kemur sér vel að búa til sitt eigið hvort sem það eru skór eða eitthvað fyrir heimilið. Ég fell langoftast fyrir öllu sem glitrar og ef eitthvað glitrar í búðarglugganum fer ég inn. Það er annars misjafnt hvað ég heillast af, það fer eftir skapinu og getur flakkað frá því að vera svartur elegant þröngur rúllukragakjóll einn daginn yfir í rifnar ljósar gallabuxur.

Annars finnst mér mjög gott að ganga á hælum svo ég yrði alltaf að eiga hælaskó líka.

Annars finnst mér langskemmtilegast að kaupa peysur og eyrnalokka, en auðvitað er ekkert leiðinlegt heldur að kaupa skó, kjóla og töskur. Að mínu mati er stór kósí peysa skyldueign í alla fataskápa, þær klikka ekki. Annars finnst mér mjög gott að ganga á hælum svo ég yrði alltaf að eiga hælaskó líka. Ég á mér enga uppáhalds búð en finnst alltaf gaman að kíkja í Zara. Ég finn mjög oft eitthvað fallegt þar en ég er líka dugleg að kíkja inn í allskonar verslanir og kaupi það sem heillar mig, sama hvað búðin heitir.“

Þegar talið berst að furðulegustu kaupunum segir Hanna Rún þau hafa verið fjöldamörg.

- Auglýsing -

„Ég gæti eflaust skrifað margar blaðsíður um furðulegustu kaupin því ég á það til að kaupa föt sem ég veit að ég mun aldrei nota en kaupi þau bara af því þau eru svo falleg. Svo á ég þau bara. Ég keypti mér einu sinni alveg hrikalega ljótan pallíettujakka í London, hann var svo ljótur að hann varð eiginlega flottur. Ég mun sennilega aldrei nota hann en ég varð samt að eignast hann. Það sama á við um pallíettunærbuxurnar sem ég keypti í Kaupmannahöfn, við skulum ekkert fara nánar út í þann hrylling. Svo keypti ég barnabol handa sjálfri mér, hann var auðvitað allt of lítill en hann var svo fallegur að ég varð að eignast hann. Ég held það sé best að stoppa bara hér,“ segir Hanna Rún að lokum og hlær.

„Uppáhaldsfylgihluturinn minn er þessi gullhringur. Pabbi smíðaði þennan 14 karata gullhring með þremur demöntum en þeir tákna mig, manninn minn og son okkar. Pabbi bankaði upp einn sunnudagsmorguninn með rósir, morgunmat og þennan hring og færði mér að gjöf. Ég hef ekki tekið hringinn af mér síðan ég fékk hann. Þessi hringur er mjög táknrænn fyrir mig og mér þykir mjög vænt um hann.“
„Mér þykir mjög vænt um þessa swarovksi-kristalsskó, því þetta eru með fyrstu skónum sem ég steinaði. Ég hef síðan ekki töluna hvað ég hef steinað marga skó í dag en þessa steinaði ég með Eygló Mjöll, litlu systur minni, við eldhúsborðið í Danmörku þegar ég bjó þar 17 ára gömul. Við sátum í marga klukkutíma að steina skóna.“
„Ég elska svarta pelsinn minn, ég nota hann mjög mikið en fjölskylda mannsins mína gaf mér hann í nýársgjöf þegar ég gekk með son okkar.“

Myndir / Unnur Magna

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -