Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Eiginleikar eplaediks

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eplaedik hefur á undanförnum árum farið frá því að vera talið gamaldags húsráð í að vera vinsælt heilsulyf.

Það er búið til úr ferskum eplum sem eru hökkuð og látin gerjast í viðartunnum. Sýran í eplaedikinu er lykillinn að heilsueflandi kostum þess – kostum svo sem bættri meltingu, heilbrigðari húð, jafnvægi á blóðsykri, auknu þyngdartapi og minni bólgum og verkjum í líkamanum. Mikilvægt er að edikið sem þú notar sé bæði er ósíað og ógerilsneitt og helst lífrænt því það er stútfullt af lifandi og heilsubætandi gerlum. Hér eru fimm sniðugar leiðir til að nota eplaedik í daglegu lífi.

Talið er að eplaedik hjálpi til við hreinsun með því að auka starfsemi lifrarinnar við að losa sig við eiturefni, auk þess inniheldur það mikið af vítamínum, steinefnum og ensímum sem eru líkamanum mikilvæg í hreinsun.

1. Detox-hreinsun
Talið er að eplaedik hjálpi til við hreinsun með því að auka starfsemi lifrarinnar við að losa sig við eiturefni, auk þess inniheldur það mikið af vítamínum, steinefnum og ensímum sem eru líkamanum mikilvæg í hreinsun. Síðan getur eplaedik einnig hjálpað til við að draga úr vatnsuppsöfnun, eða bjúg, í líkamanum. Ýmist er hægt að innbyrða eplaedikið eða bæta því út í baðið. Til að útbúa hreinsandi bað bættu 1-2 bollum af ediki út í baðið á meðan þú lætur renna í. Liggðu í baðinu 20-30 mínútur og skolaðu baðvatnið af áður en þú þurrkar þér.

2. Heilbrigð húð
Eplaedik getur hjálpað til gegn hinum ýmsu húðvandamálum því það er bæði bakteríudrepandi og róandi. Hægt er að nota það í að fjarlægja vörtur á fótum, draga úr og meðhöndla bólur, minnka svitalykt og jafnvel milda sársauka sem fylgir sólbruna. Þegar á að nota eplaedik á húð þarf að blanda það með vatni, annars getur það verið of ertandi, og best er að nota tvo hluta af vatni á móti einum af eplaediki. Síðan er hægt að setja blönduna í lítinn spreybrúsa og spreyja beint á eða annars konar flösku og nota bómull og bera blönduna á húð.

3. Náttúrulegt hreinsiefni
Upp á síðkastið hefur verið mikið rætt um notkun ediks til að hreinsa heimilið vegna náttúrulegra sýkladrepandi eiginleika þess. Blandaðu saman hálfum bolla af eplaediki á móti 1 bolla af vatni. Þú getur notað þessa blöndu til að þrífa baðherbergisflísar, eldhúsyfirborð, glugga, gler og spegla. Einnig er sniðugt að bæta örlitlum matarsóda í blönduna og þá verður allt skínandi hreint.

4. Bragðgóður og hollur drykkur
Eplaedik getur haft góð áhrif á meltinguna; jafnað sýrustig í maga, dregið úr bólgum í meltingarvegi og svo framvegis. Auðvelt er að útbúa góðan og heilsubætandi drykk með með því að blanda tveimur matskeiðum af eplaediki og tveimur matskeiðum af hunangi saman við bolla af heitu vatni. Drekktu þrjá bolla á viku og sjáðu hvort þú finnir ekki mun.

Þegar á að nota eplaedik á húð þarf að blanda það með vatni, annars getur það verið of ertandi, og best er að nota tvo hluta af vatni á móti einum af eplaediki. Síðan er hægt að setja blönduna í lítinn spreybrúsa og spreyja beint á eða annars konar flösku og nota bómull og bera blönduna á húð.

5. Glansandi hár
Það hljómar ef til vill furðulega en með því að nota eplaedik eftir að þú hefur þvegið hárið með sjampói lokarðu hárendum og hreinsar burt eftirstöðvar af óhreinindum þannig að hárið glansar enn meira á eftir. Settu hálfa matskeið af ediki í vatn. Helltu blöndunni yfir höfuðið inn í sturtu og skolaðu svo vandlega úr. Vissulega er örlítið sérstök lykt af hárinu á meðan það er blautt en hún hverfur þegar það þornar.

- Auglýsing -

Höfundur / Hildur Friðriksdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -