Fimmtudagur 23. janúar, 2025
1 C
Reykjavik

Einkastundir barna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gjafir sem innihalda ást og hlátur hitta alltaf í mark hjá yngstu kynslóðinni.

Allir krakkar elska að fá pakka. Þeir geta komið í öllum stærðum og gerðum en þær gjafir sem hitta alltaf í mark innihalda ást og hlátur. Þessar gjafir segja hvað skýrast: „Ég var að hugsa um þig“. Kostnaðurinn er enginn enda eru dýrustu gjafirnar eru ekki þær bestu.

Barnið upplifir sig einstakara við það eitt að fá tíma þegar aðeins það á hug og hjörtu foreldra sinna.

Öll börn þrá að eiga einkastund með foreldrum sínum. Barnið upplifir sig einstakara við það eitt að fá tíma þegar aðeins það á hug og hjörtu foreldra sinna.  Það er jafnframt mikilvægt fyrir foreldrana að eiga gæðastund með barninu sínu.

Þegar tímaleysið er algjört er snjallt að gera eldamennskuna að skemmtilegu stefnumóti barns og foreldris. Búðarferðin getur líka orðið að æsispennandi rannsóknarleiðangri og bílaþvottastöðin reynst sannkallaður ævintýraheimur með réttu hugarfari.  Því er mikilvægt að bregða reglulega út af vananum, fara jafnvel lengri leiðina og finna það áhugaverða í hversdagslegum viðkomustöðum.

Þegar kemur að stefnumóti er gott ráð að leyfa barninu að velja hvað það vill gera. Oft eru það einföldustu og ódýrustu lausnirnar sem það leitar að. Þegar barnið fær tækifæri til þess að velja verður skipulagningin mun meira spennandi og barninu finnst það vera við stjórn.

Börn elska að hjálpa og hafa hlutverk. Þvottakarfan getur til að mynda reynst hin besta skemmtun þegar barnið fær að taka þátt og sortera sokkana. Vissulega er oft fljótlegra að þjóta einn í búðina eða henda tilbúnum rétti í ofninn en með því að virkja þátttöku barnanna og leyfa þeim að gera hlutina á sínum hraða söfnum við dýrmætum augnablikum í minningabankann sem verða aldrei metin til fjár.
Að fara á stefnumót með foreldrinu í bakaríið getur sem dæmi orðið uppspretta yndislegra minninga síðar meir.

Foreldrasamviskubitinu sagt stríð á hendur

Stefnumótið þarf ekki að vera þaulskipulagt því lausnin liggur oft í því að skapa augnablik í hversdagsleikanum. Með þessum hætti má kría út nokkrar dýrmætar mínútur í daglegri rútínu og forðast um leið hið alræmda foreldrasamviskubit. Samverustundir sem oft eru af svo skornum skammti aukast í kjölfarið og upp spretta nýjar hugmyndir af skemmtilegri afþreyingu með barninu.

- Auglýsing -
Þegar kemur að skipulögðu stefnumóti er gott ráð að leyfa barninu að velja hvað það vill gera.

Þegar kemur að skipulögðu stefnumóti er gott ráð að leyfa barninu að velja hvað það vill gera. Oft eru það einföldustu og ódýrustu lausnirnar sem það leitar að. Þegar barnið fær tækifæri til þess að velja verður skipulagningin mun meira spennandi og barninu finnst það vera við stjórn.

Að kasta steinum í læk eða safna laufblöðum getur verið hin mesta skemmtun. Tína köngla og mála síðan heima, eða fara í fjársjóðsleit í skóginum. Rannsóknarleiðangur um hverfið eða heimsókn á skólalóðina fyrir tilvonandi nemendur. Meira að segja kanilsnúðabakstur getur vakið upp mikla kátínu eða barn sem fær að telja kartöflur ofan í kvöldverðarpottinn. Kostnaðarhliðin þarf því ekki að vefjast fyrir fjársveltum foreldrum og enn síður fyrirhöfnin. Einföldustu atriði geta vakið stórkostlega kæti hjá börnum.

Ekki vanmeta útiveruna, það er flest auðveldara að vera úti, hvort sem það er gönguferð, hjólaferð eða könnunarleiðangur. Ferska loftið gerir öllum gott. Tímaramminn er síðan annað mál. Margir foreldar bera fyrir sig tímaleysi og áætla að til þess að stefnumótið eigi að bera tilætlaðan árangur verði það að vera langt. Viðveran mun kannski taka nokkrar klukkustundir en barnið mun muna eftir því og tala um það í langan tíma á eftir. Eins ber að hafa í huga að gleðirammi barna er ákveðið langur og auðvelt fyrir foreldra að mikla hluti óþarflega fyrir sér.

- Auglýsing -

Nokkrar hugmyndir af einkatíma barns

Leyfðu barninu að velja hvað er í matinn og hvar þið borðið hann, hvort sem það er heima eða á veitingastaðnum. Sjálfstraust barna eykst með því að fá að stjórna.

Ef þú ert foreldri hefurðu sjálfsagt heyrt setninguna sjáðu mig oftar en einu sinni. Gefðu barninu athyglina – leyfðu því að vera í sviðsljósinu.

Eftir kvöldbaðið er ómetanleg stund að barnið velji sér bók til að lesa. Þannig sameinast það foreldri sínu í dagsins lok sem reynist oftar en ekki besta stund hans fyrir innileg samtöl.

Fyrir suma eru morgnarnir besti tíminn sem foreldrið getur átt með börnum sínum en fyrir aðra eru kvöldin þeirra tími. Nýtið tímann og styrkleika barnanna til fulls.

Setið upp skipulagt stefnumót með hverju barni fyrir sig.

Súperkvöld er önnur hugmynd að skemmtilegri tilbreytingu fyrir barnafólk en það eru kvöld sem börnin ráða ferðinni í einu og öllu.

Höfundur / Íris Hauksdóttir
Myndir / www.pixabay.com

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -