Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Eins og í bandarískri bíómynd

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Doktor Erla Björnsdóttir er ein af þessum ofurkonum sem virðast geta allt. Rúmleg þrítug var hún orðin fjögurra barna móðir með doktorspróf og nýstofnað fyrirtæki sem bauð upp á nýjungar í svefnmeðferðum og síðan hefur hún skrifað bækur, haldið fyrirlestra og rekið meðferð við svefnvandamálum með góðum árangri.

Í haust kemur út hennar fyrsta skáldverk, barnabók um svefn, og hún segist hafa ótal aðrar hugmyndir í pokahorninu sem munu verða að veruleika á næstu árum. Hún segir ástarsögu sína og eiginmannsins vera nánast eins og úr bandarískri bíómynd.

„Ég er fædd og uppalin í Vesturbæ Reykjavíkur,“ segir Erla spurð um bakgrunn sinn og uppruna. „En fluttist svo austur á Neskaupstað þegar ég var fimmtán ára. Pabbi er læknir og fékk stöðu á sjúkrahúsinu þar og fjölskyldan flutti austur. Það var mikið áfall að flytja á Neskaupstað úr borginni, það var ekki gaman fyrir fimmtán ára unglinginn. En ég var mjög fljót að aðlagast og leið vel fyrir austan, var þar einn vetur en fór svo í Menntaskólann á Akureyri og var þar á veturna en fyrir austan á sumri. Þegar ég var átján ára hitti ég síðan manninn sem er maðurinn minn enn í dag fyrir austan, þannig að þetta var gæfuspor í lífi mínu þegar upp var staðið.“

Erla er á forsíðu Vikunnar.

Eiginmaðurinn, Hálfdán Steinþórsson, er fæddur og uppalinn á Neskaupstað og bjó nánast í næsta húsi við Erlu þegar þau kynntust og ekki nóg með það heldur urðu bróðir Erlu og systir hans líka hjón.

„Þetta var ást við fyrstu sýn,“ fullyrðir Erla. „Við byrjuðum strax að vera saman og sex mánuðum seinna byrjaði systir hans að vera með bróður mínum og þau eru líka hjón í dag. Þau systkinin bjuggu hinum megin við götuna og við sáum bókstaflega hvort annað út um eldhúsgluggana heima hjá okkur, þannig að þetta var svolítið svona eins og í bandarískri bíómynd. Í dag eigum við fjóra stráka og systkini okkar eiga þrjár stelpur á nákvæmlega sama aldri, við áttum alltaf von á börnum á sama tíma og fólki fannst þetta allt saman dálítið skrítið. En við höfum alltaf öll verið rosalega náin og ef einhvern í hópnum vantar nýra þá erum við í mjög góðum málum,“ bætir hún við og skellihlær.

„Þetta var ást við fyrstu sýn.“

Erla var ekki gömul þegar fyrsti sonurinn fæddist og sama ár giftu þau Hálfdán sig. Bæði voru þá enn í námi, en hún segir það hafa hentað sér mjög vel að eignast drengina samhliða náminu.

- Auglýsing -

„Ég var tuttugu og eins árs þegar við giftum okkur og elsti strákurinn fæddist, við vorum ekkert að hangsa við hlutina,“ segir hún brosandi. „Svo komu þeir koll af kolli, strákarnir og sá yngsti er sex ára í dag og sá elsti sextán ára. Tveir þeir elstu kom þegar ég var í BS-námi í sálfræði og svo fórum við til Danmerkur þar sem ég tók meistaranámið og þegar ég var að klára það kom sá þriðji. Sá yngsti kom svo þegar ég var í doktorsnáminu og ég var bara nýbúin að eignast hann þegar ég varði doktorsritgerðina. Það hentaði mér mjög vel að vera í barneignum samhliða náminu og mér fannst það bara eðlilegasti hlutur í heimi.“

Erla er á forsíðu nýjustu Vikunnar sem kemur í verslanir í dag. 

Kaupa blað í vefverslun

- Auglýsing -

Myndir / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -