Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

„Eins og í öllum veikindum studdu sumir mig með öllum ráðum, en aðrir hurfu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir fimm árum stóð Kristín Sigurðardóttir læknir frammi fyrir þeirri áskorun að þurfa að umbylta öllu lífi sínu vegna veikinda af völdum rakaskemmda á Landspítalanum. Hún segir það vissulega hafa verið áfall að geta ekki lengur starfað sem sjúkrahúslæknir en hún skilgreini sig ekki út frá veikindunum. 

 

„Það var hrikalegt áfall að veikjast,“ viðurkennir Kristín. „Ég hafði alltaf lagt mikla áherslu á heilsuna og var í mjög góðu líkamlegu formi, sem hjálpaði mér auðvitað að takast á við þetta, en þetta var vissulega mjög erfitt og breytti bæði lífi mínu og allrar fjölskyldunnar. Það var svo margt sem ég gat ekki lengur tekið þátt í, til dæmis gat ég ekki farið með fjölskyldunni í leikhús, á tónleika og svo framvegis. Verst var þó að þurfa loka heimilinu og geta ekki heimsótt vini og fjölskyldu. Við höfum alla tíð haft opið heimili, allir alltaf velkomnir, og okkur fannst gaman að hafa gesti í mat og allt það. Það var allt búið því þegar ég var sem veikust ræstist ónæmiskerfið svo auðveldlega og ég var mjög næm fyrir mörgum efnum eins og í ilmvötnum og rakspírum eða ef fólk var að koma úr slæmu húsnæði. Fólk er að kvarta núna yfir sóttkví í tvær vikur en þannig var ástandið hjá mér í tvö ár. Ég er mikil félagsvera og þráði að vera virk, hitta fólk og halda áfram að bæta við mig nýrri þekkingu í læknisfræði og lífinu, en var bara hundveik og gat lítið gert. Það var einmannalegt og svo voru það fordómarnir. Fyrst mínir eigin og svo fordómar kollega og vina en eins og í öllum veikindum studdu sumir mig með öllum ráðum, aðrir hurfu. Og þeir sem stóðu með mér eiga hjarta mitt og þakklæti. Stuðningur vina og fjölskyldu, mildi þeirra, kærleikur og óbilandi trú á að einhvern veginn yrðu hlutirnir betri einhvern tíma skiptu gríðarlegu máli og hjálpuðu mér mest.“

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -