Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

„Elskaði pabba minn þótt ég hataði hann stundum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðrún Lára Sveinbjörnsdóttir fylgdi föður sínum, Sveinbirni Bjarkasyni, í gegnum stigvaxandi alkóhólisma sem að lokum dró hann til dauða langt fyrir aldur fram. Hún segir frá reynslu sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar.

„Við pabbi vorum mjög náin,“ segir Guðrún Lára, sem reyndar er alltaf kölluð Lára, spurð um samband sitt við föður sinn. „Pabbi var hálfgerð ævintýrapersóna og náði vel til barna og við systurnar áttum margar eftirminnilegar og góðar stundir með honum í æsku. Þegar ég var sex ára missti pabbi fyrirtækið sitt og varð gjaldþrota og upp úr því byrjaði hann að drekka stíft.

Hann hafði drukkið áður, en ég man ekki eftir því að það hafi verið einhver vandræði. Mamma var flugfreyja og mikið að heiman, þannig að pabbi var mikið með okkur systurnar. En í kjölfar gjaldþrotsins misstu foreldrar mínir íbúðina sína í Árbænum og fluttu í miðbæinn í leiguíbúð. Pabbi átti erfitt með að sætta sig við þetta og deyfði hugann í drykkju sem ágerðist og var orðin dagleg.“

Þegar Lára var í framhaldsskóla var pabbi hennar nánast kominn á götuna og orðinn útigangsmaður, eða það sem kallað var á þeim tíma að vera að róni. Það hlýtur að hafa verið erfið reynsla. „Pabbi eignaðist líka aðra konu sem var okkur systur minni mjög góð og við eigum enn í dag í góðu sambandi við. Þau voru saman í nokkur ár en undir það síðasta var samband þeirra slitrótt og átakanlegt. Pabbi var orðinn mjög veruleikafirrtur og illa haldinn af sínum sjúkdómi.

….ég reyndi samt að halda sambandi við hann þótt það væri erfitt.

Eftir að þau skildu var niðurleiðin hröð. Hann fluttist milli íbúða en gat ekki staðið í skilum með leiguna og kom sér fjárhagslega og andlega á mun verri stað. Hann bjó oftast nálægt miðbænum og umgekkst fólk sem var í slæmu ástandi líka.

Guðrún Lára prýðir forsíðu 12. tölublaðs Vikunnar.

Um þetta leyti hætti ég að mestu að fara heim til hans, en ég reyndi samt að halda sambandi við hann þótt það væri erfitt. Hann var oft týndur eða hafði lent í slagsmálum og lenti stundum upp á spítala nær dauða en lífi af drykkju og vímuefnum.“

Lestu viðtalið við Guðrúnu Láru í 12. tölublaði Vikunnar sem kom í verslanir í dag.

- Auglýsing -

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -