Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Enda peningarnir þínir í ruslatunnunni?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vikan tók fullan þátt í umræðum um brýn málefni á árinu. Hér á eftir fara nokkur af þeim sem vöktu hvað mesta athygli.

Að safna mat í skápana sína til þess eins að henda honum síðar er peningasóun og virðingarleysi gagnvart auðlindum jarðar. Unnur H. Jóhannsdóttir skrifaði um matarsóun í Vikuna fyrr á árinu og sagði meðal annars:

„Straujar þú peningakortin þín reglulega fyrir ruslakistuna? Ég þekki margt fólk sem gerir það, jafnvel nokkrum sinnum í viku, þrátt fyrir að fólk sé orðið meðvitaðra um það sem heitir matarsóun. Það fer í ísskápinn sinn og hendir mat sem það keypti fyrir nokkrum dögum. Þetta fólk gerir sömu mistökin dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og jafnvel ár eftir ár – það kaupir of mikið inn. Fólk hendir peningunum sínum eins og það eigi nóg af þeim en hluti af því kvartar svo sáran yfir þeim blóðpeningum sem fara í matvæli því verðið sé svo svívirðilega hátt. ,,Maður líttu þér nær“ hefur nú stundum verið notuð af minna tilefni.“

Straujar þú kortin fyrir ruslatunnuna?

Hin einbeitta kulnun

Unnur skoðaði einnig kulnun og hvað felst í því ástandi. „Þegar um það er rætt er átt við að einstaklingurinn hafi gengið svo fram af sjálfum sér í vinnu, skóla og að verða við öllum kröfum samfélagsins að hann verður einfaldlega veikur. Margir lýsa því eins og að hafa klesst á vegg.“

- Auglýsing -

Hún kom inn á að margt gæti fólk gert til að forðast slíkt ástand. „Það er komin tími til að breyta forgangsröðuninni og setja heimilin og fjölskyldulífið í öndvegi. Heimilin eiga sér engin slagorð og er kominn tími til að endurvekja slagorðið ,,Heima er best.“ En brotaviljinn er einbeittur og í stað þess eru heimilin komin í bullandi samkeppni við vinnu, skóla og félagslíf, hreyfingu, tæknina og sitthvað fleira.“ Að hennar mati gæti „eitt í einu“ hugsun og lífsstíll breytt miklu.

Sjá einnig:

Kulnun þarf ekki að eiga sér stað

- Auglýsing -

Ylfrjór svefn

Mönnum verður sífellt betur ljóst mikilvægi góðrar næturhvíldar. Svefn er slík undirstaða undir heilsuna að honum hefur verið bætt á lista yfir grunnstoðir heilsuræktar. Vikan fjallaði um svefn í mörgum greinum á árinu. Gefin voru góð ráð til að bæta svefn, fjallað um drauma og tilgang þeirra og áhrif svefnleysis skoðuð. Dr. Erla Björnsdóttir framkvæmdastjóri Betri svefns var svo í forsíðuviðtali og þar bar á góma bæði nýjustu rannsóknir á svefni og nýr skilningur manna á tilgangi og eðli þessa nærandi hluta mannlífsins.

Skiptir mestu máli að fá skapandi hugmyndir og hrinda þeim í framkvæmd 

Á næstu dögum munum við skoða fleiri brýn og áhugaverð málefni sem hafa borið á góma í Vikunni á árinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -