Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Engar ómissandi jólahefðir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjartur Guðmundsson leikari segir frá jólunum sínum.

Hvernig verða jólin þín í ár? Þetta árið verða þau haldin heima í Garðabænum í faðmi kjarnafjölskyldunnar, kannski bætast einhverjar góðar sálir við hópinn, sjáum til. Þetta er í fyrsta skiptið sem við höldum jólin hér og ég hlakka mikið til. Við ætlum að hafa kalkún eftir uppskrift frá ömmu konunnar minnar en það er hefð sem er að festa sig í sessi. Sjálfur er ég sífellt að hallast meira í áttina að grænmetisfæði svo ég á eftir að finna eitthvert tvist á þetta sem mætir báðum pólum.

Átt þú þér einhverjar ómissandi jólahefðir? Já, nokkrar hefðir en ekkert sem er alveg ómissandi. Þetta helsta er sörubakstur, laufabrauð, svo erum við með þann háttinn á að hengja litlar gjafir á dagatal og telja þannig niður dagana fram að jólum. Það fá samt ekki allir gjöf alla dagana heldur fær bara einn fjölskyldumeðlimur gjöf á degi hverjum.

Hvað er efst á óskalistanum þínum? Ég er svo heppinn að eiga eiginlega allt sem ég þarf. Ég er líka þannig að ég þarf frekar lítið til að vera ánægður. Það er þó eitt apparat sem mig langar í þessa dagana og heitir MUSE. Þetta er tæki sem hjálpar fólki að ná tökum á hugleiðslu með því að mæla heilabylgjur og lætur vita þegar maður kemst í öflugt hugar- og tilfinningaástand. Þannig getur maður áttað sig á hvaða hugsanir virka best.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Þær eru margar, en þegar ég var 19 ára sagði ég systur minni að ég saknaði þess að fá eitthvað sem hefði ekkert annað notagildi en að leika sér með. Hún brá á það ráð að gefa mér pínulítinn fjarstýrðan bíl sem ég var himinlifandi yfir. Bíllinn var svo lítill að mér datt í hug að nota hann til að hrekkja mömmu og varði megninu af aðfangadagskvöldi við að sauma músabúning sem ég klæddi bílinn í.

Eins og góðri húsmóður sæmir þá rauk mamma af stað fussandi og sveiandi til að taka upp ruslið og þá kom músabíllinn æðandi í áttina að henni.

Svo plantaði ég bílamúsinni inn í eldhús og setti haug af mandarínuberki á gólfið nálægt músinni. Eins og góðri húsmóður sæmir þá rauk mamma af stað fussandi og sveiandi til að taka upp ruslið og þá kom músabíllinn æðandi í áttina að henni. Útkoman var eftirminnilegt öskur og eltingaleikur sem ætlaði engan enda að taka. Það var ekki fyrr en hún var orðin steinhissa á hugrekki músarinnar að hún tók eftir mér með fjarstýringuna í hláturskrampa og áttaði sig á hvað var í gangi.

Besta jólalag allra tíma? Upphaflega útgáfan af We Are the World. Ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég hlusta á það. Boðskapurinn er fallegur og stemningin í laginu er kraftmikil.

- Auglýsing -

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -