Laugardagur 28. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

„Enginn aðdragandi að því að ég missti sjónina“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Svavar Guðmundsson, sjávarútvegsfræðingur, missti sjónina skyndilega haustið 2014 án þess að hægt væri að finna ástæðu þess. Það tók marga mánuði að fá greiningu á sjúkdómnum sem blindunni olli, þrátt fyrir að sá sjúkdómur sé arfgengur. Svavar segir fyrstu árin eftir að sjónin hvarf hafa verið mjög erfið en smám saman hafi hann farið að sætta sig við orðinn hlut og fundið sköpunargáfunni útrás, þrátt fyrir allt. Svavar vinnur nú að skrifum á bókinni „Blindur á augabragði“ sem hann ætlar að ljúka við í vetur en hann hefur þegar sent frá sér nokkrar bækur, meðal annars Sjónprófsbókina sem inniheldur hugleiðingar og heilræði sem sett eru upp í gamla sjónprófinu.

 

„Það var enginn aðdragandi að því að ég missti sjónina,“ segir Svavar beðinn að lýsa því sem gerðist, „nema þá kannski helst brjálæðisleg utanaðkomandi streita. Ég á frændsystkini sem eru með arfgengan augnsjúkdóm og hafa öll misst sjónina um tvítugt en sjúkdómurinn erfist í móðurætt og hvorki móðir mín né amma voru með hann þannig að það var ekki það fyrsta sem augnlæknunum datt í hug þegar þeir fóru að leita að ástæðunni fyrir því að ég varð blindur. Þar að auki eru níutíu og fimm prósent fólks sem missir sjónina af völdum þessa sjúkdóms á aldrinum fimmtán til tuttugu og fimm ára þannig að það er mjög sjaldgæft afbrigði af sjaldgæfum sjúkdómi að fá hann fjörutíu og sex ára gamall.“

Við tók langur tími af læknisheimsóknum, rannsóknum og mismunandi greiningum.

„Það eru þrjátíu og tveir augnlæknar á landinu og ég held að ég hafi hitt um sextán þeirra á átta eða níu mánaða tímabili,“ segir hann og hlær. „Það endaði með því að ég gafst í rauninni upp á þeim og nú er ég að skrifa bók um þessa vegferð og öll þau sérkennilegu „ævintýri“ sem hafa fylgt mér frá því þetta gerðist.“

Viðtalið við Svavar má lesa í heild í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Kaupa blað í vefverslun >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -