Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Erfiðast að setja sig í spor mæðranna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, sem stýrir þáttunum Leitin að upprunanum á Stöð 2, segir það enn koma sér á óvart hversu mikil viðbrögð þættirnir fái. Vinnan við þá hafi verið afskaplega gefandi en líka á köflum erfið og krefjandi. Þriðja þáttaröðin sem nú er í sýningu verði sú síðasta – að minnsta kosti í bili.

Spurð hvað hafi verið erfiðast við vinnslu þáttanna er Sigrún fljót að svara.

„Eiginlega hefur mér fundist erfiðast að hitta þessar konur. Þessar mæður sem þurftu að gefa börnin sín fyrir einhverjum áratugum og hafa síðan þurft að velkjast í vafa um það hvað varð um þau. Engin þeirra hefur einu sinni vitað til hvaða lands þau fóru, hvað þá meira. Ef eitthvað er hefur það gefið mér meira að geta sýnt þeim hvað varð um börnin þeirra heldur en að geta sýnt börnunum hvaðan þau koma. Þótt það sé auðvitað líka stórt þá hugsa ég sem mamma alltaf um hversu hræðilegt það hlýtur að vera að týna barninu sínu svona gjörsamlega og hvað það skiptir miklu máli að fá að vita að barnið þitt hafði það gott og blómstraði einhvers staðar annars staðar í stað þess að vita ekki einu sinni hvort það er lífs eða liðið, hvað þá meira. Og allar hafa þær átt það sameiginlegt að hafa óttast það í öll þessi ár að börnin þeirra séu reið út í þær einhvers staðar úti í heimi, sem hefur aldrei verið raunin.“

Lestu viðtalið í heild sinni í Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -