Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Erfitt að brjótast inn í bransann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Birna Pétursdóttir fer með stórt hlutverk í söngleiknum Kabarett sem sýndur er um þessar mundir hjá Leikfélagi Akureyrar. Hún segir hlutverkið eiga vel við sig þó leiðin hafi í upphafi aldrei legið norður á land.

Birna leikur sem fyrr segir í söngleiknum Kabarett en hún segir æfingarferlið hafa verið bæði gefandi og nærandi í senn. „Ég mætti í prufur til Mörtu Nordal leikstjóra sýningarinnar og Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar tónlistarstjóra fyrr á vordögum og fékk í kjölfarið hlutverk bæði í Kabarett og Gallsteinum afa Gissa sem verður frumsýnt í febrúar.“

„Því miður eru allt of sjaldnan haldnar opnar auglýstar prufur á Íslandi eins og tíðkast annars staðar í heiminum og erfitt fyrir unga og upprennandi listamenn að koma sér á framfæri.“

„Í mínu tilfelli er sannkallaður draumur að rætast en æfingarferlið hefur verið glettilega skemmtilegt en á sama tíma stíft enda ljóst að allir meðlimir hópsins ætla sér stóra hluti. Ég hef verið spennt að mæta í vinnuna á hverjum degi en Marta leikstjóri hefur einstaka nærveru svo ekki sé minnst á hæfileika hennar, hlýju og húmor sem kveikti bókstaflega bál í sköpunargleði og ástríðu hvers króks og kima í gamla Samkomuhúsi Akureyrar sem í dag er augljóslega skemmtilegasti vinnustaður í heimi. Þorvaldur og Sinfoníuhljómsveit Norðurlands eru jafnframt einhvers konar náttúruöfl og ekkert nema magnað að læra af þeim, syngja með og dansa svo við dansverk Lee Proud sem gaf ekkert eftir á stífum dansæfingum.“

„Kennslan skilar sér í það minnsta á sviðinu, svo mikið er víst.“

„Ég fer með hlutverk hinnar stoltu og óforskömmuðu konu næturinnar, Fraulein Kost sem sér tækifæri við hvert fótmál og fer sínar eigin leiðir til að ná takmarki sínu. Þetta er kona sem hefur átt erfitt líf en rígheldur í vonina um að farmiðinn hennar til betra lífs sé mögulega hjá næsta kúnna. Hún veðjar svo á það lið sem ber sigur úr býtum hverju sinni, óháð því hvaða manneskjur tilheyra því liði. Þessi týpa er mjög hrá, gróf og hávær en undir niðri kraumar heill tilfinningagrautur. Það er óhætt að segja hana ólíka mér á allan hátt þó ég tengi auðvitað við það hvernig í henni takast á tilfinningar sem allar manneskjur þekkja, stoltið, vonin og örvæntingin.”

Viðtalið má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Mynd / Auðunn Níelson.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -