Sunnudagur 22. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Erfitt fyrir utanaðkomandi aðila að skilja af hverju þolandinn fer ekki frá gerandanum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það getur reynst erfitt fyrir utanaðkomandi aðila að skilja af hverju þolandi heimilisofbeldis fer ekki frá þeim sem beitir hana eða hann ofbeldi. Í sínum nýjasta pistli varpar Íris Eik Ólafsdóttir, fjölskyldufræðingur, réttarfélagsráðgjafi og sáttamiðlari, ljósi á þann vítahring sem þolandi heimilisofbeldis sogast inn í.

Hún segir þann sem beitir ofbeldi gjarnan hafa í svo miklum hótunum að þolandinn þorir ekki að fara frá gerandanum. Þolandinn óttast afleiðingarnar meira en ofbeldið sjálft.

„Á heimilinu er hún orðin sérfræðingur í að lesa í aðstæður og bregðast við til að fyrirbyggja ofbeldi. En ef hún fer þá þekkir hún ekki aðstæður og hefur enga stjórn á ofbeldismanninum… á ofbeldismanni sem hefur margítrekað hótað að gera eitthvað hræðilegt ef hún fer. Sama má segja um karla sem búa við heimilisofbeldi en þeir búa oft og tíðum við annars konar ógn, til dæmis hótanir um að þeir muni ekki fá að hitta börnin sín eða óttast að vera ekki alltaf á heimilinu til að vernda börnin fyrir ofbeldi móður ef hún er gerandinn,“ skrifar Íris meðal annars.

Hún lýsir svo „ofbeldishringnum“ sem einkennir gjarnan heimilisofbeldi.

„Á fyrsta stigi er spenna að safnast upp, á öðru stigi losnar um hana í formi líkamlegrar eða andlegrar árásar. Þá tekur við þriðja stigið sem er kallað „hveitibrauðsdagarnir“. Flestir eru á einu máli að þriðja stigið sé hættulegast því það sé ástæðan fyrir því að þolandinn fari ekki frá gerandanum,“ skrifar Íris Eik.

Lestu pistil Írisar í heild sinni hérna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -