Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Erna Kristín:„Þetta er án efa mest krefjandi tímabil sem ég hef gengið í gegnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erna Kristín Stefánsdóttir, talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar og guðfræðingur sagði frá því í nóvember að hún ætti von á tvíburum. Fyrir á Erna sjö ára son með manninum sínum, Bassa Ólafssyni.

Erna er þekkt fyrir gagnsæi á samfélagsmiðlum og leggur mikið upp úr því að sýna raunveruleikann á miðlum sínum í stað þessarar „glansmyndar“ sem svo margir þekkja. Nýlega deildi hún frá erfiðleikunum sem fylgja oft meðgöngu, hvað þá tvíburameögöngu en hún segist hafa verið rúmliggjandi í sjö vikur.

„Þetta er án efa mest krefjandi tímabil sem ég hef gengið í gegnum líkamlega. En á undan þessu þá sprungu tvær stórar blöðrur á eggjastokkunum hjá mér & ég greindist með salmonellu! Nei sko…..ég var fastagestur á bráðamóttökunni áður en þetta ævintýri tók við….svo já raunin er ekki alltaf filteruð uppstillt mynd á gramminu… ég er enn að vinna með te-kex & vatn – en þó allt önnur en ég var & ég fagna hverjum degi sem er bærilegur. Þetta verður allt margfalt þess virði.“ Segir Erna á Instagram síðu sinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -