Mánudagur 28. október, 2024
5.1 C
Reykjavik

Eyrún Birna gerði brúðarkjól Sölku: „Lítið mál að gera ráð fyrir stækkandi bumbu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld klæddist einstaklega fallegum kjól á brúðkaupsdeginum. Eyrún Birna kjólaklæðskeri saumaði hann.

Kjólaklæðskerinn Eyrún Birna saumaði glæsilegan brúðarkjól Sölku Sólar en hún og Arnar Freyr Frostason gengu í það heilaga um helgina. Salka og Arnar eiga von á barni og því þurfi Eyrún að gera ráð fyrir „stækkandi bumbu“ við gerð kjólsins.

Kjóll Sölku svolítið hippalegur í sniðinu, víður og skreyttur með blúndu og perlum.

Eyrún sagði frá því á Facebook að verkefnið hafi verið sérstaklega skemmtilegt. „Það var sérstaklega gaman að fá að sauma brúðarkjól á sólargeislann hana Sölku… og lítið mál að gera ráð fyrir stækkandi bumbu,“ skrifaði hún meðal annars.

Salka mælir heilshugar með þjónustu Eyrúnar. „Við hittumst nokkrum mánuðum fyrir settan dag og ég var búin að safna saman myndum af kjólum sem mér fannst fallegir. Eyrún galdraði síðan kjólinn saman alveg eftir mínu höfði og kom með frábærar uppástungur til að fullkomna hann alveg,“ skrifaði Salka í Facebook-hópinn Brúðkaups hugmyndir!.

Færslu Eyrúnar má sjá hér fyrir neðan en myndirnar af brúðhjónunum tók Eygló Gísladóttir

Þvílík fegurð… gleði… hamingja… og ást! 🌻Það var sérstaklega gaman að fá að sauma brúðarkjól á sólargeislann hana…

Posted by Brúðarkjólar – Eyrún Birna on Þriðjudagur, 30. júlí 2019

- Auglýsing -

Sjá einnig: Salka Sól og Arnar eiga von á barni

Mynd af Eyrúnu Birnu / Aldís Pálsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -