Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Fá konur fullnægingu?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íris Stefanía Skúladóttir hóf nýverið MFA nám í sviðslistum við Listaháskóla Íslands eftir tæplega tveggja ára langt bataferli vegna kulnunar í starfi.

Hún rannsakar nú í náminu kynhegðun fólks með fókus á sjálfsfróun kvenna en hugmyndina hafði hún gengið með lengi. „Mig langar að rannsaka allar hliðar kynhegðunar með fókuspunkt á sjálfsfróun kvenna. Ég skoða allt frá forn Grikkjum til klámmenningar samtímans,” segir Íris en viðurkennir að umfjöllunarefnið sé vandmeðfarið. „Ég er þegar byrjuð að safna sögum frá konum um upplifun þeirra af sjálfsfróun. Allar konur geta skilað inn órekjanlegum nafnlausum sögum á síðunni: Þegar ég fróa mér, á Survey Monkey.”

https://www.surveymonkey.com/r/3ZSRN3Z

Hugmyndina hafði Íris gengið með allt frá unglingsaldri. „Ég var 14 ára þegar ég sá könnun um að 20% stúlkna á mínum aldri fróuðu sér en 80% stráka. Mér fannst þessi tölfræði skrítin þar sem við Ugla Egilsdóttir, vinkona mín höfðum á þessum tíma talað töluvert um eigin sjálfsfróun. Við gerðum okkar eigin litlu rannsókn í bekknum og spurðum stelpurnar hvort þær fróuðu sér. Engin svaraði beint játandi en eftir að hafa spjallað svolítið viðurkenndu þær flestar, ef ekki bara allar, að þær hefðu prófað að fróa sér eða gerðu það reglulega. Við ræddum líka við strákana og viðruðum þá hugmynd að gera okkar eigin könnun í bekknum. Bekkurinn var til og því sóttum við um að gera þetta verkefni með því markmiði að opna á umræðuna og sérstaklega þennan mun á kynjunum.“

„Það var talið eðlilegt að strákar fróuðu sér en algjör leyndardómur hvort stelpurnar gerðu það, sem er fyndið í ljósi þess hversu fjölbreyttar fullnægingar konur geta fengið.“

„Á þessum tíma vorum við með unga og yndislega kennslukonu en hún var fljót að kalla okkur upp að kennaraborðinu. Við máttum ekki gera þessa könnun. Eftir að hafa mótmælt þessu kallaði hún hvasst yfir bekkinn; “Hver hér inni vill taka þátt í svona könnun?” Það þorði auðvitað enginn að rétta upp hönd og þar með var hugmyndin skotin niður. Skilaboðin sem sátu eftir voru að ekki mætti tala um kynhegðun kvenna. Síðan þá hefur þetta efni verið mér hugleikið. Ég held að með opinni umræðu geti konur orðið öruggari með eigið kynlíf, notið þess betur og stundað betra kynlíf. Þetta hefur því einungis jákvæðar afleiðingar í för með sér.”

Og Íris segist sjá mikinn mun þegar kemur að kynjunum. „Ég útskýri það oft sem svo að sáðlát karla sé svolítið eins og blæðingar kvenna í kynþroskaferlinu. Við vitum að konur muni byrja á blæðingum og við vitum að strákar fái sáðlát. Vissulega er þetta óvísindalegt hjá mér en ef við göngum út frá því að stelpur verði kynþroska fyrr en strákar þá eru þessar fullnægingar sem konur tala um að hafa fengið um tíu ára aldur í takt við ferlið. Strákar fá kannski fyrsta sáðlátið um tólf ára og þá er ekkert skrítið að stelpur fái sína fyrstu fullnægingu tíu ára. En þar sem stelpur fá aldrei neitt sáðlát er ekki talað formlega um neitt sérstakt upphaf hjá stelpum meðan sáðlát stráka er stundum eins og ákveðin innganga í karlmennskuna. Stelpur verða konur, við það að fá blæðingar – því þá eru þær orðnar frjóar. Það sem eftir situr er þessi dulúð um fullnægingu kvenna, fróa stelpur sér? Fá konur fullnæginu yfir höfuð? Ef ekki njóta þær þá þess að stunda kynlífs? Svona spurningar koma aldrei hjá strákunum því þar er til staðar vökvi sem sannar að hér hafi átt sér stað fullnæging.

Viðtalið í heild má lesa í nýjasta tölublaði Vikunnar.
Texti / Íris Hauksdóttir.
Myndir / Hákon Davíð Björnsson.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -