Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Fékk hrukkukrem fyrir augu 13 ára

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Greta Salóme heldur ýmsar jólahefðir í heiðri. Hana vantar ekkert fyrir jólin nema marenskökuna hennar mömmu sinnar, hún verður að vera.

Hvernig verða jólin þín í ár? „Ég er alltaf heima hjá foreldrum mínum á aðfangadag. Mamma og pabbi hafa alltaf haldið jólin svo ótrúlega hátíðleg og mikið af hefðum í kringum þau sem mér finnst ómissandi. Ég er yfirleitt alltaf að koma fram á aðfangadag en í ár er ég í fríi og ætla að njóta þess í botn. Ég hef verið svo mikið að spila erlendis og hef lítið verið heima þannig að markmið jólanna og aðventunnar í ár er að eyða sem mestum tíma með vinum og fjölskyldu.“

Átt þú þér einhverjar ómissandi jólahefðir? „Mín uppháhaldsjólahefð er hádegismaturinn heima hjá mömmu og pabba á aðfangadag. Þar kemur saman frændfólk sem er að keyra út pakkana og við fáum okkur svona „brot af því besta“ sem er í jólamatinn. Svona hálfgert hlaðborð. Þessi hádegismatur er alltaf svo ótrúlega skemmtilegur og mikil stemning.“

Hvað er efst á óskalistanum þínum? „Þetta hljómar kannski eins og algjör klisja en eftir alla fjarveruna á þessu ári og endalaus ferðalög að spila hingað og þangað þá er samvera með fjölskyldunni efst á óskalistanum. Maður gleymir því stundum hvað lífið er bæði ótrúlega stutt og svo hvað tíminn er dýrmætur. Fyrir utan það þá vantar mig ekki neitt … nema kannski marenskökuna hennar mömmu. Ég yrði ekki sátt ef hún yrði ekki.“

Maður gleymir því stundum hvað lífið er bæði ótrúlega stutt og svo hvað tíminn er dýrmætur.

Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin sem þú hefur fengið? „Ég man eftir að hafa fengið hrukkukrem fyrir augu þegar ég var 13 ára og svo fékk ég einu sinni kartöflu í skóinn. Situr enn þá í mér og Kertasníkir er enn þá í minnsta uppáhaldinu hjá mér.“

Besta jólalag allra tíma? „Hátíð fer að höndum ein og Kom þú kom vor Immanúel.“

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -