Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Hildur fékk sjokk: „Margir hreinlega uggandi yfir ástandinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikil aukning hefur orðið í sölu á notuðum fötum á Íslandi. Rekstrarstjóri verslana Rauða krossins segir fólk vera meðvitaðra um umhverfisleg áhrif fatasóunar og vilja leggja sitt af mörkum til að sporna við henni. Að kaupa notuð föt snúist ekki lengur bara um lúkkið.

„Það er miklu meira að gera núna en síðustu ár og misseri. Viðskiptavinum hefur fjölgað rosalega frá því í fyrra og með sama áframhaldi verða þeir eflaust enn fleiri á næsta ári,“ segir Hildur Mist, rekstrarstjóri verslana Rauða krossins. Hildur segir mikla vaxandi eftirspurn eftir notuðum fötum, en Rauði krossinn rekur sautján verslanir með notuð föt, fylgihluti og nytjahluti, þar af fimm á höfuðborgarsvæðinu.

Snýst ekki lengur bara um lúkkið

Spurð út í ástæðuna fyrir aukningunni segir Hildur breytt hugarfar hafa mikið að segja, vegna aukinnar umræðu í samfélaginu sé fólk í vaxandi mæli orðið meðvitað um neyslu og nýtingu og umhverfisleg áhrif fatasóunar.
„Hér áður fyrr, til dæmis þegar ég var í menntaskóla þá var alveg í gangi einhver umræða um þessa hluti en þetta snérist samt meira um að lúkkið á þeim tíma, að kaupa sér vintage föt, vera töff og skera sig svolítið úr fjöldanum. Núorðið snýst þetta meira um umhverfissjónarmið. Auðvitað eru notuð föt alveg í tísku hjá yngra fólki líka, fólki á menntaskólaaldri og í þeim hópi, ég segi það ekki, en fleiri kaupa sér notuð föt af því að þeir vilja sporna við fatasóun. Margir eru hreinlega uggandi yfir ástandinu í heiminum í dag, loftlagsvánni og fleiru og vilja leggja sitt af mörkum til að bjarga framtíð komandi kynslóða.“

„Margir eru hreinlega uggandi yfir ástandinu í heiminum í dag, loftlagsvánni og fleiru og vilja leggja sitt af mörkum til að bjarga framtíð komandi kynslóða.“

Sjálf segist Hildur velta þessum hlutum mikið fyrir sér, ekki síst eftir að hún hóf störf hjá Rauða Krossinum. „Ég fékk svolítið sjokk þegar ég fór að vinna hérna og sá hvað fer mikið í gámana,“ játar hún. „Nú kaupi ég nánast bara notuð föt, með einhverjum undantekningum þó, bæði á sjálfa mig og son minn, við erum oft í einhverju notuðu.“

„Við seljum auðvitað allt milli himins og jarðar og oft slæðist með merkjavara, jafn vel mjög lítið notuð. Ef við fáum eitthvað alveg spes setjum við það á sérstök uppboð á Facebook undir heitinu gersemi vikunnar. Uppboðið stendur þá yfir í viku og sá sem hæst býður fær vöruna í lok hennar. Þau eru mjög vinsæl.“

Fatauppboð á Facebook vinsæl

- Auglýsing -

En er eitthvað sérstakst sem selst betur en annað í verslunum Rauða krossins. „Það er nú bara misjafnt,“ segir hún. „Við seljum auðvitað allt milli himins og jarðar og oft slæðist með merkjavara, jafn vel mjög lítið notuð. Ef við fáum eitthvað alveg spes setjum við það á sérstök uppboð á Facebook undir heitinu gersemi vikunnar. Uppboðið stendur þá yfir í viku og sá sem hæst býður fær vöruna í lok hennar. Þau eru mjög vinsæl.“

Hildur segir að með aukinni umræðu um neyslu og nýtingu hafi svokölluðum loppubúðum líka fjölgað á landinu. En hver er munurinn á þessu tvennu, loppubúðum og verslunum Rauða krossins? „Stærsti munurinn er sá að við hjá Rauða krossinum seljum fatnað sem Íslendingar gefa, föt sem þeir eru hættir að nota, við seljum þau og aðra nytjahluti í búðunum okkar og allur ágóði rennur í verkefni á okkar vegum og skilar sér 100 prósent til mannúðarmála. Það er enginn launakostnaður í spilinu þar sem sjálfboðaliðar standa vaktina í búðunum okkar. Á meðan loppubúðirnar virka þannig að maður pantar sér bás og leigir hann í tiltekinn tíma, mætir með vöruna og selur hana og verslunin fær kannski fimmtán prósent af söluandvirðinu,“ bendir hún á.

Rauði krossinn gaf á dögunum út nýtt blað, Endurnýtt líf, í þeim tilgangi að vekja fólk til umhugsunar um eigin neyslu og þær gersemar sem leynast í verslunum Rauða krossins. „Þetta er annað tölublað,“ segir Hildur. „Það er stútfullt af áhugaverðu efni, m.a. tískuþáttum með notuðum fötum og viðtölum við fólk sem er að pæla í þessum hlutum. Við erum að reyna að fá fólk til að staldra við og spá í hvernig það geti tekið þátt.“

Fagnar fjölgun loppubúða

- Auglýsing -

Hildur tekur fram að hún fagni komu loppubúða og annarra verslana sem selja notuð föt og nytjahluti. „Við erum oft spurð hvort við finnum ekki fyrir meiri samkeppni eftir að þessar verlanir spruttu fram á sjónvarsviðið, hvort við fáum ekki minna af vörum til okkar, en okkar stóra áhyggjuefni á ekki að vera hvort við séum að missa af einhverju og það er það auðvitað ekki, því það er allt flæðandi í dóti og textíl og allir fataskápar yfirfullir á Íslandi. Það er bara gott að fleiri séu í þessum bransa því þá geta neytendur valið úr fleiri verslunum á þessu sviði og við sem stöndum í þessu verðum stærri og sýnilegri hluti af markaðnum. Það er gott. Því fleiri sem standa í sameiningu gegn umhverfismengun og fatasóun því betra.

Enda stöndum við á tímamótum hvað það varðar, eins og flestir sjá sem fylgst hafa með fréttum síðustu ár. Þetta er ekki eitthvert grín, þetta er háalvarlegt mál og framtíð komandi kynslóða er í húfi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -