Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Fell oftast fyrir öðruvísi fötum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ástrós Erla Benediktsdóttir, förðunarfræðingur og fagurkeri, sækir innblástur úr öllum áttum. Hún lýsir fatastíl sínum sem blöndu frá ýmsum tímabilum. Hún segir hlýjar flíkur skyldueign í öllum fataskápum hér á landi yfir kaldasta vetrartímann en skemmtilegast sé þó að kaupa öðruvísi föt sem standa upp úr.

Ástrós Erla segist hafa farið á hraðferð gegnum lífið hingað til en hún elski að læra, sjá og kynnast einhverju nýju.

„Hugur minn kemur stöðugt með hugmyndir um eitthvað nýtt sem ég get lært og prófað svo því mætti segja að mér hafi alltaf liðið best þegar ég hef nóg fyrir stafni. Ég útskrifaðist sem förðunarfræðingur fyrir átta árum og kláraði síðan BA-gráðu og Master-gráðu í félagsráðgjöf fyrir 25 ára aldur. Með náminu starfaði ég bæði á kaffihúsum og sem förðunarfræðingur og sinnti hinum ýmsu sjálfboðastörfum, til dæmis sem formaður nemendafélags og fulltrúi í stúdentaráði.“

Innblásturinn sækir Ástrós Erla í allar áttir en hún kaupir mest í second hand-búðum þar sem hún getur gramsað og fundið gamlar gersemar. „Það sem einkennir stílinn minn er helst það að hann er mjög blandaður af hinum ýmsu tímabilum. Þá allt frá stíl sem þú gætir hafa fundið í kringum 1700 og fram til tímans í dag. Ég hef gaman að því að blanda mismunandi stílum og tímabilum saman eða skipta frá degi til dags milli t.d. 90‘s grunge eða chick flick eða 70‘s hippa.

Flestir myndu hugsa þetta sem búning eða já undirbuxur en ég kýs að nota þær sem venjulegar buxur.

Dæmi um furðulegustu kaup mín er meðal annars þegar ég fann í victorian style, pífuundirbuxur á fatamarkaði í Iðnó fyrr á árinu. Flestir myndu hugsa þetta sem búning eða já undirbuxur en ég kýs að nota þær sem venjulegar buxur. Ég fell fyrir fötunum sem eru öðruvísi og standa út. Sú flík sem hefur mesta tilfinningalega gildið er sem dæmi nýi gullfallegi silkisamfestingurinn minn með pilsi sem er hægt að smella á, frá Another Creation eftir hana Ýri Þrastardóttur.

Hún sérsaumaði kjól á mig fyrir frumsýningu úti í Köben í nóvember á bíómynd sem ég var að vinna að í Danmörku þarsíðasta sumar. En ég sá um förðun og búninga fyrir myndina og fannst ég þurfa að vera extra-fín við tilefnið.“

„Þennan síða tiger-kjól hef ég átt mjög lengi og kemur hann alltaf upp hjá mér sem ein af mínum uppáhaldsflíkum aftur og aftur. Þrátt fyrir að hann sé mjög mikið statement og stendur út þá finnst mér hann bara svo klassískur og fallegur.“
„Ég myndi segja að ein af mínum uppáhaldsflíkum er dragt eftir Hildi Yeoman. Á myndinni er jakkinn sýndur með einni af minni uppáhaldsskyrtum sem ég fann á markaði fyrir mörgum árum.“
„Dæmi um furðulegustu kaup mín eru meðal annars þegar ég fann victorian-style pífuundirbuxur á fatamarkaði í Iðrí fyrr á árinu.“
„Ég á marga uppáhaldsfylgihluti en ætli ég verði ekki að velja höfuðklútana sem ég fann á Spáni og choker-hálsmenin mín en hér á myndinni er einn af mínum uppáhalds eftir Hildi Yeoman.“

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -