Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Fer úr líkamanum til að hjálpa fólki

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Mýrdal læknamiðill hefur verið búsettur í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Kaliforníu hátt í 30 ár. Hann hefur helgað líf sitt hugrænum málefnum og lagt mikla vinnu í að rækta sitt innra sjálf. Hann hefur síðustu tvö ár lagt stund á og lært um svokallaðan shamanisma og vonast til að fræða Íslendinga nánar um málefnið.

Guðmundur segir mikinn mun á viðhorfum Íslendinga og Bandaríkjamanna til dulrænna málefna. Íslendingar séu mun áhugasamari og opnari varðandi þau. „Það er rosalega mikið af næmu fólki hér á Íslandi en málið er að það eru margir sem gera sér ekki grein fyrir því. Ég er sannfærður um að mjög margir, ef ekki flestir, fari stundum úr líkamanum og vinni á ýmsum sviðum meðan líkaminn sefur. Hins vegar er hjartastöðin er ekki nógu opin hjá mörgum og fólk áttar sig því ekki á þessu.

Ég var svo í kringum fimm ára gamall þegar ég fékk fyrstu sýnina.

Það man ekki eftir því þegar það kemur til baka en fær svo glampa af því hér og þar sem eru þá minningar. Þegar ég var ungur og í sveit, fannst krökkunum sem voru með mér alltaf svo gaman að hlusta á mig þegar ég var sofandi, því ég var alltaf að fara úr líkamanum og lýsa því sem ég sá upphátt. Þá var ég að fljúga yfir landsvæði og lýsa því, en mundi ekkert þegar ég vaknaði nema annað slagið. Ég var svo í kringum fimm ára gamall þegar ég fékk fyrstu sýnina.“

Fer úr líkamanum til að hjálpa fólki

Mynd: Hallur Karlsson

Guðmundur er læknamiðill og aðstoðar fólk við ýmis vandamál með fjarlækningum sem fara fram í huganum. Hann hefur að eigin sögn þann hæfileika að geta farið úr líkamanum og verið á tveimur stöðum í einu. „Meðvitundin er á einum stað og líkaminn á öðrum. Með þessu móti get ég læknað fólk sem er statt á Íslandi á meðan ég er sjálfur hinum megin á hnettinum. Fyrir nokkru síðan aðstoðaði ég konu sem var á leið í hjartauppskurð og var ofsahrædd. Hún var mjög kvíðin fyrir aðgerðinni, svo ég fór í huganum, náði í hana og við fórum heim til hennar á meðan aðgerðin fór fram. Hún upplifði sem sagt ekki aðgerðina, var ekki á staðnum og var alveg róleg.

Svo þegar hún vaknaði eftir aðgerðina var hún mun betri en hún hafði búist við. Hún sagði það hafa hjálpað mikið að hafa mig á staðnum.“

Hún var mjög kvíðin fyrir aðgerðinni, svo ég fór í huganum, náði í hana og við fórum heim til hennar á meðan aðgerðin fór fram.

Fjarlækningar eru ekki það eina sem Guðmundur hefur lagt stund á síðustu ár, heldur hefur hann einnig verið meðlimur í Sálarrannsóknarfélagi Íslands í áratugi og unnið virkt starf þar. Fyrir nokkrum árum síðan tók hann ákvörðun um að fara í prestanám og stefnir að útskrift á næsta ári sem „spiritual“ prestur. „Ég var lengi að ákveða mig hvort ég ætlaði að fara í lokaprófið eða ekki“, útskýrir hann.

- Auglýsing -

„Það er nefnilega þannig að þegar maður fer út í svona lagað þá tekur það yfir allt. Það er ekki hægt að gera þetta með hangandi hendi. Þetta er mjög krefjandi og mjög mikið af verkefnum sem ég mun þurfa að takast á við en ég er tilbúinn til þess. Það var fyrir nokkrum árum sem ég áttaði mig á því að ég væri búinn að vera upplifa shamanismann í gegnum allt lífið. Ég lít á prestanámið og það starf sem leið til að tengja þessi tvö hugtök, sálarrannsóknir og shamanisma.“

Þetta er aðeins brot úr viðtalinu við Guðmund. Lestu viðtalið í heild sinni í nýjustu Vikunni, en þar ræðir hann nánar um Shamanisma og hverja hann metur stærstu ógn sem steðjar að mannkyninu. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -